Musterið fertugt

Eftir tæpa viku verða 40 ár frá því að fyrstu sundtökin voru tekin í sundlauginni í Bolungarvík – sem í seinni tíð og með seinni tíma uppfærslum hefur fengið viðurnefnið Musteri vatns og vellíðunar. Af því tilefni verður dagskrá í lauginni á laugardaginn næstkomandi. Ber þar helst útnefningu á íþróttamanni ársins í Bolungarvík. „Óhætt er að fullyrða að sundlaugin er glæsilegasta mannvirki sinnar tegundar á Vestfjörðum og þó víðar væri leitað,“ skrifaði Einar K. Guðfinnsson, þáverandi blaðamaður Vísis, í frétt blaðsins af vígslu laugarinnar fyrir 40 árum.

Fyrsta starfsár laugarinnar fór hver Bolvíkingur að meðaltali 26 sinnum í sund. Frá árinu 2007 fjölgar sundlaugarferðum mjög en þá hafði laugin fengið andlitslyftingu og í fyrra voru baðgestir 42..911 sem jafnast á við að hver íbúi hafi farið 47 sinnum í sund á árinu. Eftir að Bolungarvíkurgöng voru tekin í gagnið árið 2011 fjölgaði baðgestum verulega.

bryndis@bb.is

DEILA