Miðvikudagur 16. apríl 2025

Meiri Byggðastofnunarkvóti til Flateyrar

Auglýsing

 

Byggðastofnun og átta útgerðir á Flateyri hafa gert drög að samkomulagi um samstarf um nýtingu á 199 þorskígildistonna aflamarks á yfirstandandi fiskveiðiári og á 100 þorskígildistonnum á næsta fiskveiðiári. Til viðbótar kemur mótframlag útgerðanna.  Meginmarkmið samnings þessa er að auka við byggðafestu á Flateyri í Ísafjarðarbæ með því að tryggja öruggari hráefnisöflun til Fiskvinnslu Flateyrar og meiri verkefni fyrir þá báta sem koma að samkomulaginu.

Samningurinn er viðbót við samning Fiskvinnslu Flateyrar ehf. og samstarfsaðila sem gerður var í ágúst 2015 um nýtingu á 300 tonna aflmarki Byggðastofnunar á Flateyri.

Framsal á þeim kvóta sem er úthlutað samkvæmta samningnum er óheimilit, en jöfn skipti á aflamarki í þorskígildum talið eru heimil.

smari@bb.is

Auglýsing

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir