Í dag kl. 13:00 fékk Ísafjarðarbær afhenta lykla að nýja leikskólahúsnæðinu í kjallara Tónlistarskólans. Það er fyrirtækið Gamla spýtan sem endurnýjaði og vann verkið og er það nú nánast tilbúið fyrir 45 fimm ára börn. Við sögðum frá því fyrir helgi að krakkarnir voru búin að taka aðstöðuna út fyrir sína parta og tóku lagið við glimrandi undirspil Gumma Hjalta.
Nú er fullorðna fólkið búið að fá lyklana og reiknað er með að börnin taki til starfa á fimmtudaginn.
Í meðfylgjandi myndbandi má hlýða á afhendingarræðu Magnúsar H. Jónssonar framkvæmdastjóra Gömlu spýtunnar, móttökuræðu Gísla H. Halldórssonar bæjarstjóra og stutt skot af húsnæðinu sem er afar vinalegt og alveg næstum tilbúið. Þetta myndband er frumraun okkar í myndbandagerð en vonir standa til að færni aukist með æfingunni.
Með nýrri heimasíðu kemur ný tækni.