LL með hugmyndaþing

Myndir frá sögusýningu Litla leikklúbbsins í Safnahúsinu er 50 ára afmæli hans var fagnað

Litli leikklúbburinn á Ísafirði boðar til hugmyndaþings næstkomandi mánudagskvöld. Þar munu rædd og skoðuð verkefni þessa leikárs. Stjórn LL hvetur alla áhugasama til að mæta og hafa áhrif á hver verkefni klúbbsins verða í nánustu framtíð. Þingið verður haldið í Rögnvaldarsal Edinborgarhússins kl 20.

Litli leikklúbburinn er Vestfirðingum að góðu kunnur og er leikárið nú hið 52. í röðinni og hafa margir fetað sín fyrstu spor á leiklistarbrautinni í einhverju af þeim 87 verkum sem félagið hefur sett á svið á þeim tíma. Á síðasta ári var nýstárleg útgáfa af ævintýrinu Rauðhettu, sem Snæbjörn Ragnarsson skrifaði, sett upp og verður gaman að sjá hvaða verkefni verður fyrir valinu í ár.

Í stjórn LL sitja þau: Jóhanna Ása Einarsdóttir, formaður, Helga Sigríður Hjálmarsdóttir, Páll Gunnar Loftsson, Ólafur Halldórsson og Herdís Rós Kjartansdóttir.

annska@bb.is

DEILA