Lægir þegar líður á daginn

Það verður hvasst í veðri á Vestfjörðum fram yfir hádegið, með suðvestan 13-20 m/s og éljum, en lægir síðan smám saman er líða tekur á daginn. Hiti kringum frostmark. Í athugasemdum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er varað við allhvassri eða hvassri suðvestanátt og éljagangi á landinu, með takmörkuðu skyggni í éljahryðjum og skafrenningi, einkum á fjallvegum. Þá lægir og styttir upp eftir hádegi, en vaxandi norðaustanátt með slyddu eða snjókomu sunnan- og austantil í kvöld. Aftur er svo búist við vestanhvassviðri með éljum á morgun og þá kólnar í veðri.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja eru á vegum Vestfjörðum og  éljagangur, snjóþekja á Þröskuldum og hálka og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði. Snjóþekja er á Klettsháls og þæfingur á Hjallaháls.

annska@bb.is

DEILA