Kólnandi veður

Yfirvöld veðurs og vinda bjóða upp á suðvestan 13-20 og él um hádegi en seinnipartinn gefur aðeins í vindinn og búist er við 15-23 m/s síðdegis en lægir og styttir upp í nótt. Á morgun er reiknað með suðaustan 3-8 og þurru en fari að snjóa annað kvöld og hiti kringum frostmark. En eins og í gær eru miklar sviptingar í veðri og fólk hvatt til að fylgjast vel með veðurspám og færð áður en lagt er upp í ferðalög milli landshluta.

bryndis@bb.is

DEILA