Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu bæjartæknifræðings um að ganga að tilboði Krafts. hf. um nýjan götusóp. Tvö tilboð bárust, en tilboð Öskju ehf. stóðst ekki kröfur bæjarins um útbúnað götusópsins. Tilboð Krafts hljóðar upp á 26,6 milljónir kr. Gamli sópurinn hefur þjónað hlutverki sínu vel í gegnum árin en er farinn að láta á sjá.
smari@bb.is