Ekki hægt að komast út úr vatnssölusamningi

Ísafjarðarbær getur ekki komist út úr vatnssölusamningi við Köldulind ehf. Fyrirtækið hefur forgangsrétt að umframvatni í Skutulsfirði. Kanadíska fyrirtækið Amel Group hefur lýst áhuga á vatnskaupum á Ísafirði en eins og áður segir er Kaldalind með forgangsrétt að umframvatni. Samningur Kaldalindar gengur úr gildi í september 2017, hafi fyrirtækið ekki nýtt sér forgangsrétt að vatni samkvæmt ákvæðum samningsins.

Í lok október áttu Saleh Saleh, framkvæmdastjóri Amel Group og Johan Gallani hjá Gallani Consultants með þeim Þórdísi Sif Sigurðardóttur, bæjarritara Ísafjarðarbæjar, og Brynjari Þór Jónassyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.

Talsvert umframvatn kemur úr Vestfjarðagöngum og hugmynd kanadíska fyrirtækisins er að tanka því á skip við gömlu bryggjuna á Grænagarði, þar sem sementi var áður skipað upp.

 

smari@bb.is

DEILA