Kalt út vikuna

Norðan og norðvestan stormur verður um landið austanvert í nótt og á morgun, en hægari vindur vestantil. Kafaldsbylur norðan- og austanlands, en úrkomulítið sunnan- og vestanlands. Í dag er gert ráð fyrir norðaustan 10-18 m/s og snjókomu eða éljum á Vestfjörðum, einkum á svæðinu norðanverðu og verður frost á bilinu 0 til 5 stig. Á morgun er minnkandi norðaustanátt. Þá styttir upp og bætir í kuldann og búist við frosti á bilinu 5 til 10 stig síðdegis og verður kalt í veðri fram á sunnudag. Á Vestfjörðum er snjóþekja eða hálka og éljagangur á flestum leiðum þó er þæfingsfærð að hluta til í Ísafjarðardjúpi.

annska@bb.is

DEILA