Bolvíkingurinn Haukur Vagnsson og kona hans Warapon Chanse hafa tekið við rekstri Íslendingabarsins á Pattaya í Tælandi. Staðurinn heitir Viking Bar & Restaurant, en gengur iðulega undir nafninu Íslendingabarinn eða Íslenski pylsubarinn og er til húsa við New Plaza við Moo númer 8, á besta stað í borginni samkvæmt Hauki. Íslendingar sem í auknu mæli heimsækja Pattaya yfir vetrarmánuðina hafa margir fundið sitt athvarf, sinn Staupastein á staðnum, kannski af skiljanlegum ástæðum þar sem þar má fá þjóðarrétt Íslendinga, hinn nýrri, SS pylsu með öllu. Þar má einnig fá bæði Tópas og Opal í fljótandi formi sem einnig hefur vakið lukku meðal gesta að sögn Hauks og ætlar hann að bjóða getum þar upp á ekta Hesteyrarpönnukökur eftir uppskrift móður sinnar Birnu Pálsdóttur. Á staðnum má horfa á fótbolta og handbolta með íslenskum leiklýsingum og var fullt úr úr dyrum er sýnt var frá leikjum íslenska handboltalandsliðsins um helgina.
Haukur segist skora á Vestfirðinga að koma í heimsókn til Pattaya og segir að þau á Íslendingabarnum geti verið gestum innan handar með að bóka viðeigandi húsnæði og bílaleigubíla til að mynda: „Hér er allt mjög ódýrt og mjög gott að vera. Mjög stabíll 30 gráðu hiti.“ Segir Haukur um Pattaya og eru hann og Warapon með í undirbúningi að bjóða upp á golfferðir til staðarins, en Haukur segir vellina sem finna má þar og þjónustan í kringum þá vera í hæsta gæðaflokki.
Haukur segist ætla að dvelja að mestu á Pattaya yfir vetrarmánuðina, en koma reglulega heim til Íslands þar sem hann rekur enn skemmtistaðinn Hendrix, jafnframt því sem hann mun halda áfram að sigla með ferðamenn til Hornstranda á sumrin á bát sínum Hesteyri ÍS: