Gunnar Ingiberg Guðmundsson, sjómaður á Ísafirði, hefur tekið sæti sem varamaður á Alþingi í fjarveru Evu Pandóru Baldursdóttur, þingmanns Pírata í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram á vef Alþingis. Eins og kunnugt er eignaðist Eva Pandóra dóttur stuttu fyrir kosningar og hefur verið í fæðingarorlofi.
smari@bb.is