Gengur í hvassa norðaustanátt með snjókomu

Hæg breytileg átt og úrkomulítið verður á Vestfjörðum í dag. Gengur í hvassa norðaustanátt 13-18 m/s undir kvöld með snjókomu, einkum norðantil. Í athugasemdum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands í má búast við erfiðum akstursskilyrðum í kjölfarið, sérílagi á fjallvegum. Veðrið verður með svipuðu móti fram eftir degi á morgun og annað kvöld er spáð norðaustan 10-15 m/s með éljum. Frost verður á bilinu 0 til 5 stig.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er Snjóþekja, hálka eða hálkublettir á flestum leiðum. Snjóþekja er á Bröttubrekku, Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði. Þæfingur er á Kleifarheiði.

annska@bb.is

DEILA