Fyrsti leikur eftir jólahlé

Meistaraflokkur Vestra á síðustu leiktíð.

 

Meistaraflokkur Vestra í körfubolta leikur sinn fyrsta leik eftir jólahlé á föstudagskvöld þegar Vestri og Ármann etja kappi í íþróttahúsinu á Torfnesi. Vestri er í sjöunda sæti 1. deildarinnar en hefur leikið færri leiki en flestir andstæðingarnir. Hvert stig er dýrmætt eins og staðan er í dag og því baráttan um sæti í úrslitakeppninni er hörð. Liðið var á góðri siglingu fyrir jól og vann þrjá leiki í röð. Á blaði ættu Ármenningar að reiknast sem draumamótherji, en liðið hefur ekki unnið leik í deildinni og situr sem fastast á botni deildarinnar.

smari@bb.is

DEILA