Fæðingartíðni á Íslandi hefur minnkað samfellt frá árinu 2009, að einu ári undanskildu. Á sama tímabili hefur átt sér stað samfelld fólksfjölgun. Frá þessu var greint á vef Morgunblaðsins.
3.877 börn fæddust á Íslandi árið 2016. Til samanburðar voru fæðingar 4.098 talsins árið 2015.
Á flestum sjúkrahúsum var tilkynnt fækkun eða stöðnun fæðinga, samkvæmt bráðabirgðatölum, þar á meðal Landspítalinn. Sjúkrahúsin á Akureyri og Akranesi sáu fjölgun milli ára og var hún töluverð á Akranesi. Á nokkrum sjúkrahúsum er enn beðið eftir að fyrsta barn nýs árs líti dagsins ljós. Á Ísafirði er enn beðið eftir fyrsta barni ársins.