Á Vestfjörðum verður vaxandi suðvestanátt með morgninum og verður vindhraði um 13-20 m/s um hádegi. Það dregur úr vindi er líða tekur á daginn og verður hann orðinn hægari síðla kvölds. Él og frost á bilinu 0 til 5 stig.
Snjóþekja, hálka, snjókoma eða éljagangur er á Vestfjörðum. Þæfingsfærð er á Hálfdáni og Kleifaheiði en unnið er að mokstri. Á vef Vegagerðarinnar er vakin athygli á að undir hádegi fari vindur vaxandi um norðvestanvert landið frá Snæfellsnesi og Borgarfirði norður í Skagafjörð og á Öxnadalsheiði. Hvasst verður, SV 13-18 m/s og allt að 20-22 m/s á fjallvegum. Ný lausamjöllin veldur auðveldlega kófi við þessar aðstæður og að auki verður éljagangur á þessum sömu slóðum. Lagast smámsaman í kvöld.