„Lægsta tilboðið er um 93-94 prósent af okkar áætlun þannig að þetta er allt innan þeirra marka sem við höfum verið að miða við,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í viðtali við Stöð 2 í gær. Tilboð í Dýrafjarðargöng voru opnuð í göng. Tékkneska fyrirtækið Metrostav og Suðurverk áttu lægsta tilboðið, 8,7 milljarða króna. Vestfirðingar eru margbrenndir þegar kemur að loforðum um Dýrafjarðargöng en nú þurfa þeir ekki að óttast lengur að sögn Hreins vegamálstjóra. „Ég held að það sé alveg 110 prósent öruggt að nú verður ekki aftur snúið. Enda hef ég ekki heyrt neinar áætlanir um það frá stjórnvöldum. Nú verður bara sett í gang síðar á þessu ári og framkvæmdir hefjast þá,“ sagði Hreinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Fyrirtækin Metrostav og Suðurverk eru þaulkunnug jarðgangagerð á Íslandi og klára í ár Norðfjarðargöng.
Forstjóri Suðurverks, Dofri Eysteinsson, segir henta vel að fara beint í Dýrafjarðargöng og þeir byrji á því að koma sér fyrir í Arnarfirði og áætlað að byrja á tímabilinu júlí til september.
smari@bb.is