Atvinnuleysið 2,6%

Að jafnaði voru 197.000 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í desember 2016 en það jafngildir 83 prósenta atvinnuþátttöku. Af þeim voru 191.900 starfandi og 5.100 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 80,8 prósent og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,6 prósent, samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands.

Í rannsókninni segir að samanburður mælinga fyrir desember 2015 og 2016 sýni að atvinnuþátttakan hafi aukist um tvö prósentustig. Fjöldi starfandi um 7.000 og hlutfallið af mannfjölda hækkað um 1,4 stig. Atvinnulausum hafi fjölgað um 1.500 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu hækkað um 0,7 prósentustig.

smari@bb.is

DEILA