Hún verður austlæg áttin og hæg í dag hér á Vestfjörðum og frostið að líkindum 5 – 10 gráður og svipað er upp á teningnum á morgun en þó gæti komið snjókoma á stöku stað. Á sunnudag er búist við að hlýni, með hvassviðri og úrkomu en svo fer aftur að kólna.