Þessar tölur sem virðast vera algjörlega úr lofti gripnar hafa talsvert mikið gildi fyrir Kómedíuleikhúsið og þá um leið fyrir íbúa Vestfjarða sem fengið hafa að njóta afreka leikhússins frjálsa á Vestfjörðum í árabil. Já, áratugabil og fyrir það stendur talan 19, Kómedíuleikhúsið hefur nú lifað í 19 ára og mun því á því herrans ári sem nú hefur gengið í garð, 2017, fagna tvítugsafmæli og geri aðrar menningarstofnanir betur.
Talan 40 stendur fyrir þann fjölda verka sem Komedíuleikhúsið hefur sett á svið frá upphafi og á árinu 2016 voru sýningarnar 71.
Elfar Logi, leikhússtjóri Kómedíuleikhússins gerir upp árið á Þingeyrarvefnum og þar kennir ýmissa grasa. Í upphafi árs segist Elfar hafa verið fenginn til að rota jólin með sínum hætti og stjórna þrettándagleði Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkur. Leikhúsið daðraði við Sjeikspír á árinu og losaði sig við bæði Búkollu og Fjalla-Eyvind, fór með hinn fræga Gretti á erlenda grund og birti á sviðinu einbúann þjóðfræga Gísla á Uppsölum. Leikverkið um Gísla á Uppsölum hefur fengið mikið lof og er nú á leiðinni á fjalirnar í Þjóðleikhúsinu í janúar.
Nánar má lesa um afrek okkar Vestfirska Komedíuleikhúss hér.