150 milljónum hefur verið úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ. 100 milljónum verður úthlutað seinna á árinu eftir nýjum reglum sjóðsins sem verið er að vinna að. Frá þessu er greint á vef Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.
Síðasta sumar var ákveðið að auka framlag ríkisins til Afrekssjóðsins og unnið er að mótun nýrra úthlutunarreglna. Áætlað er að framlagið á næsta ári verði 200 milljónir, 300 milljónir árið 2019 og 400 milljónir 2020.
Hæst framlag hljóta þau sérsambönd sem taka þátt í lokamótum stórmóta á árinu en alls bárust umsóknir frá 26 sérsamböndum ÍSÍ. Hæsta framlagið í þetta skiptið fékk Handknattleikssamband Ísland eða 28,5 milljónir.
Körfuknattleikssambandið fékk 18,5 milljónir og Sundsamband Íslands 13,5 milljónir.
Úthlutunin skiptist á eftirfarandi hátt:
Blaksamband Íslands (BLÍ)
Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 4.400.000,-
Badmintonsamband Íslands (BSÍ)
Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 2.200.000,-
Borðtennissamband Íslands (BTÍ)
Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 600.000,-
Dansíþróttasamband Íslands (DSÍ)
Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 2.100.000,-
Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ)
Vegna landsliðsverkefna, verkefna Anítu Hinriksdóttur og Ásdísar Hjálmsdóttur og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 12.000.000,-
Fimleikasamband Íslands (FSÍ)
Vegna landsliðsverkefna í áhaldafimleikum og hópfimleikum, verkefna Irina Sazonova og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 7.950.000,-
Golfsamband Íslands (GSÍ)
Vegna landsliðsverkefna, verkefna Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 8.850.000,-
Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ)
Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 1.100.000,-
Handknattleikssamband Íslands (HSÍ)
Vegna landsliðsverkefna A landsliða karla og kvenna, yngri landsliða og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 28.500.000,-
Íþróttasamband fatlaðra (ÍF)
Vegna landsliðsverkefna sambandsins, undirbúnings fyrir Paralympic Games 2018, verkefna Helga Sveinssonar og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 7.750.000,-
Íshokkísamband Íslands (ÍHÍ)
Vegna landsliðsverkefna A landsliðs karla og kvenna, yngri landsliða og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 3.200.000,-
Skautasamband Íslands (ÍSS)
Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 600.000,-
Júdósamband Íslands (JSÍ)
Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 1.600.000,-
Karatesamband Íslands (KAÍ)
Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 1.600.000,-
Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ)
Vegna landsliðsverkefna A landsliðs karla og kvenna, yngri landsliða og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 18.500.000,-
Keilusamband Íslands (KLÍ)
Vegna landsliðsverkefna, unglingalandsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 1.100.000,-
Kraftlyftingasamband Íslands (KRA)
Vegna landsliðsverkefna, verkefna Fanneyjar Hauksdóttur, Júlíans Jóhanns Karls Jóhannssonar, Viktors Samúelssonar og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 6.600.000,-
Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ)
Vegna landsliðsverkefna A landsliðs kvenna, yngri landsliða kvenna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 8.400.000,-
Landssamband hestamannafélaga (LH)
Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 2.200.000,-
Lyftingasamband Íslands (LSÍ)
Vegna landsliðsverkefna kvenna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 1.100.000,-
Skíðasamband Íslands (SKÍ)
Vegna landsliðsverkefna í alpagreinum, skíðagöngu og á snjóbrettum, undirbúnings fyrir Vetrarólympíuleikar 2018 og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 9.800.000,-
Skylmingasamband Íslands (SKY)
Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 1.700.000,-
Sundsamband Íslands (SSÍ)
Vegna landsliðsverkefna, verkefna Hrafnhildar Lúthersdóttur, Eyglóar Óskar Gústafsdóttur, Antons Sveins Mckee og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 13.550.000,-
Skotíþróttasamband Íslands (STÍ)
Vegna landsliðsverkefna, verkefna Ásgeirs Sigurgeirssonar og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 3.850.000,-
Tennissamband Íslands (TSÍ)
Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 600.000,-
Þríþrautarsamband Íslands (ÞRÍ)
Vegna landsliðsverkefna og fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa
kr. 600.000,-
Heildarúthlutun til sérsambanda ÍSÍ kr. 150.450.000,-