15 samningum vegna fasteignaviðskipta var þinglýst á Vestfjörðum í Desember 2016. Þar af voru 5 samningar um eignir í fjölbýli, 3 samningar um eignir í sérbýli og 7 samningar um annars konar eignir. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands. Heildarveltan var 603 milljónir króna og meðalupphæð á samning 40,2 milljónir króna. Af þessum 15 voru 6 samningar um eignir á Ísafirði. Þar af voru 3 samningar um eignir í fjölbýli, 1 samningur um eign í sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 496 milljónir króna og meðalupphæð á samning 82,7 milljónir króna.
Til samanburðar var 31 samningi þinglýst á Austurlandi, 110 á Suðurlandi og 104 á Norðurlandi.