Sóley Eiríksdóttir kynnir og les upp úr bók sinni „Nóttin sem öllu breytti“ á Bókasafninu á Ísafirði á laugardag klukkan 14. Sóley skrifar bókina í samstarfi við Helgu Guðrúnu Johnson og segir hún þar frá snjóflóðinu mikla sem féll á Flateyri árið 1995. Sóley segir sína eigin sögu en hún var aðeins 11 ára gömul er hún lenti í flóðinu og var henni bjargað eftir hafa verið grafin undir snjónum í 9 klukkustundir. Systir Sóleyjar, Svana, var ein þeirra tuttugu Flateyringa sem létu lífið þessa köldu nótt.
Í bókinni ræðir Sóley við fleiri sem upplifðu flóðið og er óhætt að segja að þarna sé uppgjör á ferðum hjá mörgum þeirra er byggðu Flateyri á þeim tíma er þessar miklu hörmungar dundu yfir, sem og mikilvæg skrásetning þessarar sögu sem hafði djúp áhrif á alla þjóðina. Jafnframt er bókin saga byggðarinnar á Flateyri fyrir og eftir flóð, átakanleg en um leið lærdómsrík.