Það er lífleg kosningin um Vestfirðing ársins 2016 og margir sem koma til greina. Rökstuðningur fyrir valinu er afar fjölbreyttur og það eru ungir og gamlir, konur og karlar, einstaklingar og félagasamtök sem komin eru á blað. Hér eru nokkur áhugaverð rök:
„tekur slaginn gegn markaðsráðandi öflum“
„hörkudugleg, ákveðin og traust“
„fyrir staðfestu og sterkan vilja til að ástunda vönduð vinnubrögð“
„hann mokaði af bílnum mínum í morgun“
„markmið þeirra virðist vera að efla samfélagið á Vestfjörðum“
„sveitarstjórnarmaður til margra ára “
„hann er sjálfur með stórt barnshjarta“
„einstaklega gott eintak af Vestfirðingi“
„ótrúlega sterk ung stúlka sem hefur sýnt framúrskarandi árangur í öllu því sem hún hefur tekið sér fyrir hendur“
„fyrir heiðarleika í starfi stjórnar“
„kom upp um spillingu“
„fyrir þvílíka baráttu við lífið í erfiðum veikindum“
„hann stóð í lappirnar“
„ótrúlegur maður, fékk mig og fleiri til að vilja að lifa á ný“
„með seiglu og fallegum rökstuðningi tók honum að fá fólk til að staldra við og skoða málið“
„óeigingjörn störf í þá menningar og lista“
Það verður hægt að kjósa Vestfirðing ársins 2016 hér til miðnættis þann 31. desember.