Laugardagur 19. apríl 2025

Jólakarfa Vestra á aðfangadag

Auglýsing

Hin árlega jólakarfa Vestra verður á sínum stað að venju á aðfangadag. Löng hefð er fyrir því að körfuboltakappar mæti á aðfangadagsmorgun á Torfnes og hiti þannig upp fyrir jólahátíðina. Yngri iðkendur (frá 1. bekk og upp úr) mæta klukkan 10 og skemmta sér til 11.00. Þá mæta rosknari og reynslumeiri leikmenn sem sprikla til klukkan 12. Allir eru velkomnir að koma og spila með.

brynja@bb.is

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir