Rauði krossinn hér á landi og þar með taldar deildir á norðanverðum Vestfjörðum hefur um árabil veitt aðstoð í formi fataúthlutunar, matar- og fjárhagsaðstoðar til einstaklinga og fjölskyldna fyrir jólin. Þó jólin kunni að vera gleðilegur tími þá getur sá tími sem reynist erfiður fyrir marga, sérstaklega barnafjölskyldur sem eiga erfitt með að láta enda ná saman.
Rauðakrossdeildirnar á Norðanverðum Vestfjörðum taka nú í samvinnu á móti umsóknum og úthluta til þeirra sem á þurfa að halda. Stofnaður hefur verið sérstakur sjóður sem veitt er úr og því er leitað eftir bakhjörlum og styrkjum frá fyrirtækjum, félögum og einstaklingum sem gætu látið fé af hendi rakna til sjóðsins. Reikningsnúmer sjóðsins er 174-05-401270 kt. 6207802789
Umsóknir í sjóðinn er hægt að senda á netfangið vestfirdir@redcross.is eða hafa samband í síma 864-6754