Helga Salóme þjónustustjóri Motus

Helga Salóme hefur verið ráðin til Motus.

Helga Salóme Ingimarsdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra Motus á Vesfjörðum með aðsetur á Ísafirði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Motus sendi frá sér.

Jón Marinó, sem verið hefur þjónustustjóri Motus á Vestfjörðum, hefur flust búferlum á höfuðborgarsvæðið og látið af störfum hjá félaginu.

Helga Salóme, sem er uppalin í Bolungarvík, hefur víðtæka reynslu af þjónustustörfum frá Íslandsbanka þar sem hún hefur starfað síðustu 12 árin á Ísafirði, Akureyri og í Reykjavík. Helga mun hefja starfsþjálfun í höfuðstöðvum Motus í Reykjavík fljótlega á nýju ári en flytja á Ísafjörð í byrjun sumars.

Á starfsstöð Motus að Hafnarstræði 19 á Ísafirði starfa fjórir starfsmenn, en þar er í boði fagþjónusta bæði fyrir kröfueigendur og greiðendur auk þess sem Pacta lögmenn veita þar alla almenna lögfræðiþjónustu og ráðgjöf.

brynja@bb.is

DEILA