Atvinnutekjur drógust saman um 8,2%

Atvinnutekjur á Vestfjörðum námu 20 milljörðum krónum á árinu 2015 og höfðu lækkað um ríflega 440 milljónir frá árinu 2008. Þetta gerir samdrátt upp á 2,2%. Í Ísafjarðarbæ drógust atvinnutekjur saman um 8,2%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Byggðastofnun um atvinnutekjur á Íslandi á tímabilinu 2008-2015. Í skýrslunni kemur fram að atvinnutekjur hækkuðu mest á Suðurnesjum en drógust saman á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi.

Í Ísafjarðarbæ fækkaði íbúum um 8,9% og atvinnutekjur drógust saman um 8,2%. Utan Ísafjarðarbæjar fækkaði fólki lítillega á tímabilinu en atvinnutekjur jukust um 5,9%.

Atvinnutekjur á landinu í heild jukust um 1,2% á milli áranna 2008 og 2015, úr 968 milljörðum króna. í 979,6 milljarða króna. Á saman tíma fjölgaði íbúum á landinu um rúmlega 5,4%. Atvinnutekjur á hvern íbúa eru því enn nokkuð lægri en þær voru árið 2008, fyrir hrun.

Á Vestfjörðum varð samdráttur í Ísafjarðarbæ en aukning í heildina utan hans.

brynja@bb.is

DEILA