Miðvikudagur 16. apríl 2025

Nemendur úr G.Í. taka þátt í FIRST LEGO League

Auglýsing

Grunnskólinn á Ísafirði tekur nú í fyrsta sinn þátt í keppninni FIRST LEGO League sem haldin verður í Háskólabíói á morgun. Það eru þeir Hafsteinn Már Sigurðsson, Hlynur Ingi Árnason, Jón Ingi Sveinsson, Magni Jóhannes Þrastarson, Sveinbjörn Orri Heimisson og Þráinn Ágúst Arnaldsson sem keppa fyrir hönd G.Í. en þeir eru nemendur í 8. og 10. bekk. Liðsstjóri og leiðbeinandi er Jón Hálfdán Pétursson, sem kennt hefur tæknilegó sem valgrein síðustu tvo vetur.

Keppnin hefur verið haldin hér á landi af Háskóla Íslands frá árinu 2005. Þátttakendur keppninnar eru á aldrinum 10-16 ára. Í hverju liði eru hámark 10 keppendur og a.m.k. einn leiðbeinandi. Liðin keppa sín á milli við að leysa þrautir með forrituðum vélmennum, auk þess sem liðin eru dæmd út frá rannsóknarverkefni, hönnun/forritun á vélmenni og liðsheild.

Keppnin verður send út á Netinu á firstlego.is þar sem tengill verður aðgengilegur á keppnisdag. Jafnframt stendur gestum og gangangi til boða að fylgjast með keppninni í Háskólabíói en auk hennar verður ýmis önnur skemmtun í boði fyrir alla fjölskylduna.

annska@bb.is

Auglýsing

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir