Jólaljós tendruð

Vinkonur á Flateyri

Jólaljós voru tendruð á jólatrjám nokkurra bæja á norðanverðum Vestfjörðum á helginni. Ljós voru kveikt í Bolungarvík, á Flateyri og á Þingeyri. Samkvæmt bókinni ættu jólasveinarnir ekki að vera komnir til byggða, en þeir mættu þó og með allskonar góðgæti í pokaskjattanum sínum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum glöddust bæði litlir og stórir og með þessari fyrstu helgi í aðventu byrjað biðin eftir jólunum fyrir alvöru.

brynja@bb.is

DEILA