Frétt

bb.is | 19.03.2012 | 16:18Hætt við mokstur vegna snjóflóðahættu

Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Ljósm: Jón G. Guðjónsson.
Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Ljósm: Jón G. Guðjónsson.
Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Áður en snjóflóðið féll hafði vegurinn frá Norðurfirði til Gjögurs verið mokaður því talsvert snjóaði á þessum slóðum í gærkvöldi. Að sögn Jóns G. Guðjónssonar í Litlu-Ávík, sást snjóflóðið úr kaupfélaginu á staðnum. Landpósturinn á svæðinu hafði nýlega farið um svæðið eftir að hafa sótt póst til Norðurfjarðar. Með honum voru tveir farþegar sem voru að koma með flugi til Gjögurs.

Ekki verður reynt að opna veginn að nýju fyrr en í kvöld eða fyrramálið. Í dag hófst einnig mokstur á leiðinni frá Kjörvogi að Djúpuvík. Því verki hefur verið hætt vegna snjóflóðahættu.

bb.is | 02.09.14 | 16:47 Soffía ráðin fræðslustjóri

Mynd með frétt Soffía Vagnsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Bolungarvík hefur verið ráðin fræðslustjóri Akureyrarbæjar. Hún vonast til að geta tekið við starfinu 1. nóvember en á eftir að ræða þau mál við skólayfirvöld í Bolungarvík þar sem hún hefur þriggja mánaða uppsagnarfrest. „Það kom ...
Meira

bb.is | 02.09.14 | 14:48Kristinn H. í ritstjórastólinn

Mynd með fréttKristinn H. Gunnarsson, fyrrum alþingismaður, hefur verið ráðinn ritstjóri blaðsins Vestfirðir, sem er eitt af landsmálablöðunum sem Ámundi Ámundason gefur út. Kristinn hóf störf í gær, 1. september. „Þetta kom þannig til að ég hitti Ámunda á Austurvelli á einum góðviðrisdegi ...
Meira

bb.is | 02.09.14 | 13:01Úthlutun á þorski stendur í stað

Mynd með fréttFiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir komandi fiskveiðiár. Rúm 376 þúsund tonn í þorskígildum eru til úthlutunar eða um tveimur þúsundum tonna minna en í fyrra. Úthlutunin í þorski stendur nánast í stað og nemur rúmlega 171.800 tonnum. Ýsukvótinn dregst enn saman ...
Meira

bb.is | 02.09.14 | 10:53Hyggst flytja inn hrefnukjöt frá Noregi

Mynd með fréttHrefnuveiði hefur gengið afar illa á þessari vertíð og hefur aðeins 22 hrefnum verið landað síðan veiðar hófust 30. apríl. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 36 hrefnur á þremur hvalveiðiskipum en í ár hefur aðeins verið ein útgerð. Einn ...
Meira

bb.is | 02.09.14 | 09:22Sérhvert sveitabýli skiptir miklu máli

Mynd með frétt„Landbúnaður er stór hluti af atvinnulífi Strandabyggðar, í sveitarfélaginu eru um það bil 30 býli þar sem stundaður er sauðfjárbúskapur, hér er einungis búið með sauðfé. Svæðið er annað tveggja sauðfjárveikilausra svæða á Íslandi öllu og héðan eru seld líflömb til ...
Meira

bb.is | 02.09.14 | 07:40Gríðarleg umferð út á Látrabjarg

Mynd með frétt„Ferðasumarið hér á Hótel Breiðavík gekk vel þó að auðvitað hefði mátt vera meira af sólinni, en sólarleysið gerði það að verkum að Íslendingar skiluðu sér illa,“ segir Birna Mjöll Atladóttir hótelstýra. „Erlendu gestirnir skiluðu sér ágætlega enda eru þeir að ...
Meira

bb.is | 01.09.14 | 16:46Tuttugu ára starfsafmæli í strögglinu

Mynd með frétt„Þetta er bara ströggl eins og alltaf,“ sagði Óðinn Gestsson framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Íslandssögu á Suðureyri og hló, aðspurður um ganginn hjá fyrirtækinu. „Það er alltaf ströggl í hvítfiskvinnslu, en þetta lullar allt sinn vanagang í stórum dráttum. Ég held að það ...
Meira

bb.is | 01.09.14 | 14:49Blómlegt atvinnulíf og góður fjárhagur í Strandabyggð

Mynd með frétt„Stóra verkefnið hjá okkur, sem er þó ekki enn komið í gang, eru malbikunarframkvæmdir hér á Hólmavík,“ segir Andrea Kristín Jónsdóttir, sveitarstjóri í Strandabyggð. „Við ætlum að byrja á því að malbika tvær götur. Núna er verið í undirbúningsvinnunni, verið að ...
Meira

bb.is | 01.09.14 | 13:02Verðum bara að taka því sem að höndum ber

Mynd með fréttSkemmtiferðaskipið Thompson Spirit varð frá að hverfa á Ísafirði í gær vegna veðurs. Um borð voru 1.300 farþegar. „Við reyndum alveg frá því snemma í gærmorgun og fram til hádegis að sæta færis að koma skipinu til hafnar en það var ...
Meira

bb.is | 01.09.14 | 10:52Flestir bátar og mestur meðalafli á svæði A

Mynd með fréttNúna um mánaðamótin lauk sjötta strandveiðitímabilinu frá því að slíkar veiðar hófust árið 2009, og veiddu strandveiðibátarnir að þessu sinni alls 8.693 tonn. Mestur var aflinn á svæði A (frá Eyja- og Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi til Súðavíkur) eða 2.885 tonn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli