Frétt

bb.is | 19.03.2012 | 16:18Hætt við mokstur vegna snjóflóðahættu

Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Ljósm: Jón G. Guðjónsson.
Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Ljósm: Jón G. Guðjónsson.
Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Áður en snjóflóðið féll hafði vegurinn frá Norðurfirði til Gjögurs verið mokaður því talsvert snjóaði á þessum slóðum í gærkvöldi. Að sögn Jóns G. Guðjónssonar í Litlu-Ávík, sást snjóflóðið úr kaupfélaginu á staðnum. Landpósturinn á svæðinu hafði nýlega farið um svæðið eftir að hafa sótt póst til Norðurfjarðar. Með honum voru tveir farþegar sem voru að koma með flugi til Gjögurs.

Ekki verður reynt að opna veginn að nýju fyrr en í kvöld eða fyrramálið. Í dag hófst einnig mokstur á leiðinni frá Kjörvogi að Djúpuvík. Því verki hefur verið hætt vegna snjóflóðahættu.

bb.is | 06.03.15 | 13:02 Hætt við framtíðarskipulag á Torfnesi

Mynd með frétt Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar samþykkti í gær að hætta við vinnu við framtíðarskipulag á íþróttasvæðinu á Torfnesi. Búið var að ákveða 10 milljónir króna í verkið. Féð verður í staðinn nýtt til samkeppni um hönnun á Sundhöll Ísafjarðar og umhverfi hennar. Í ...
Meira

bb.is | 06.03.15 | 10:55Kann ekki að gefast upp

Mynd með fréttSteinunni Ýr Einarsdóttur er margt til lista lagt. Hún er uppalin á Flateyri við Önundarfjörð, fædd árið 1982 og móðir fimm dætra. Maður hennar, Hörður Steingrímsson átti þar að auki eina dóttur fyrir svo samtals eru dæturnar sex. Þau bjuggu í ...
Meira

bb.is | 06.03.15 | 09:24Truflanir á sjónvarpsútsendingum eftir að nýja kerfið kom

Mynd með fréttMargir álíta það sjálfsagðan hlut að ná öllum íslenskum sjónvarpsstöðvum sem eru í boði og leiða varla hugann að þeim tíma sem Stöð 2 eða Skjár 1 náðist ekki á þeirra svæði. Sömu sögu má segja um venjulegar sjónvarpsútsendingar Ríkissjónvarpsins. Flestir ...
Meira

bb.is | 06.03.15 | 07:50Hvetja stjórnvöld til að bæta afhendingaröryggi raforku

Mynd með fréttÁlyktun þess efnis að öflugum og traustum nettengingum verði komið inn á hvert heimili og fyrirtæki á landinu sem og að allar byggðir og þjóðvegis landsins hafi virkt GSM samband, var samþykkt á nýafstöðu Búnaðarþingi. Þingið styður einnig áætlun stjórnvalda um ...
Meira

bb.is | 05.03.15 | 16:45Hulunni svipt af leyndardómi Kroppsælunnar

Mynd með fréttMagnús Þorgilsson, fyrrum eigandi Krílisins á Ísafirði, sviptir hulunni af uppskrift Kroppsælunnar í samtali við visir.is, en hún var valin annar besti þynnkubiti landsins af álitsgjöfum vefjarins. Magnús, sem er betur þekktur sem Maggi kroppur, segir að Kroppsælan sé sín uppfinning. ...
Meira

bb.is | 05.03.15 | 14:51Upphefð að vera hafnað af SFS

Mynd með fréttSamtök fyrirtækja í sjávarútvegi ætla ekki að taka þátt í fundi Pírata um sjávarútvegsmál sökum þess að Kristinn H. Gunnarsson átti að vera einn frummælenda á fundinum. „Ég fékk þau skilaboð í gær að þessu hefði verið aflýst með þeim rökum ...
Meira

bb.is | 05.03.15 | 13:01Óviðunandi ástand

Mynd með frétt„Ég kem hér til að lýsa yfir áhyggjum st stöðu barnshafandi kvenna á Vestfjörðum, Ísafirði, en okkur berast fregnir af því að sú ljósmóðir sem hefur sinnt ómskoðun fyrir barnahafandi konur hefur sagt upp störfum sínum, hefur reyndar ekki komist vestur ...
Meira

bb.is | 05.03.15 | 10:54Samþykkja að fara viðræður við ríkið

Mynd með fréttBæjarráð Vesturbyggðar hefur samþykkt erindi Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks þess efnis að viðræðrur verði hafnar við velferðarráðuneytið um að ríkið takið við málaflokki fatlaðra á Vestfjörðum frá sveitarfélögunum. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur einnig samþykkt erindið en lýsti þó að Ísafjarðarbær ...
Meira

bb.is | 05.03.15 | 09:23Strengdi þess heit að verða aldrei hundlaus aftur

Mynd með frétt„Mér finnst gott að vera heima hjá mér og kann afar vel við mig í garðinum. Það er mín líkamsrækt á sumrin að dytta að garðinum, slá grasið og annað slíkt og mig langar mikið til að koma upp gróðurhúsi. Þar ...
Meira

bb.is | 05.03.15 | 07:49Mottukeppni á Húsinu í lok mars

Mynd með fréttMottumars er hafinn með pompi og prakt en eins og alkunnugt er orðið er um að ræða árlegt árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands sem snýr að baráttunni gegn krabbameini hjá körlum. Þá eru karlmenn hvattir til að sýna samstöðu og safna ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli