Frétt

bb.is | 19.03.2012 | 16:18Hætt við mokstur vegna snjóflóðahættu

Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Ljósm: Jón G. Guðjónsson.
Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Ljósm: Jón G. Guðjónsson.
Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Áður en snjóflóðið féll hafði vegurinn frá Norðurfirði til Gjögurs verið mokaður því talsvert snjóaði á þessum slóðum í gærkvöldi. Að sögn Jóns G. Guðjónssonar í Litlu-Ávík, sást snjóflóðið úr kaupfélaginu á staðnum. Landpósturinn á svæðinu hafði nýlega farið um svæðið eftir að hafa sótt póst til Norðurfjarðar. Með honum voru tveir farþegar sem voru að koma með flugi til Gjögurs.

Ekki verður reynt að opna veginn að nýju fyrr en í kvöld eða fyrramálið. Í dag hófst einnig mokstur á leiðinni frá Kjörvogi að Djúpuvík. Því verki hefur verið hætt vegna snjóflóðahættu.

bb.is | 01.05.15 | 09:27 Rúm 90% hlynnt kröfum SGS

Mynd með frétt Samkvæmt niðurstöðu nýrrar könnunar Gallup er 91,6% landsmanna hlynnt kröfum Starfsgreinasambands Íslands (SGS) um að hækka lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði í 300.000 krónur á mánuði miðað við fullt starf, innan þriggja ára. Aðeins 4,2% eru andvígir kröfunni. Þá var fólk var ...
Meira

bb.is | 01.05.15 | 07:53Hátíðarhöld dagsins

Mynd með fréttBaráttudagur verkalýðsins er í dag. Farið verður í kröfugöngu frá skrifstofu Verkalýðsfélags Vestfirðinga kl. 11 og gengið að Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsinu þar sem hátíðarhöld dagsins fara fram. Ræðumaður dagsins verður Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. Síðan mun lúðrasveit ...
Meira

bb.is | 30.04.15 | 16:45Afturköllunin vekur heimsathygli

Mynd með fréttAfturköllun Jónasar Guðmundssonar, sýslumanns á Vestfjörðum, á 400 ára tilskipun forvera síns, Ara Magnússonar í Ögri, hefur vakið heimsathygli og fjöldi erlendra miðla greint frá afturkölluninni. Á fimmtudag í síðustu viku afturkallaði Jónas tilskipun sem Ari sýslumaður í Ögri kvað upp ...
Meira

bb.is | 30.04.15 | 14:51Tólf fengu styrki úr afrekssjóði

Mynd með fréttÚthlutað hefur verið út afrekssjóði Héraðssambands Vestfirðinga. Umsóknir bárust frá fimm aðildarfélögum vegna tólf íþróttamanna. Þrír knattspyrnumenn frá Boltafélagi Ísafjarðar fengu styrki, þeir Daði Freyr Arnarsson, Elmar Atli Garðarsson og Matthías Króknes Jóhannsson. Þráinn Ágúst Arnaldsson frá handboltadeild Harðar fékk einnig ...
Meira

bb.is | 30.04.15 | 13:01Yrkir í lopann

Mynd með fréttNýjustu peysur ísfirska prjónahönnuðarins Bergrósar Kjartansdóttur heita Rigning og Logn. Bergrós líkir peysunum sínum stundum við ljóð og kveikjan að Rigningu var einmitt frægt ljóð Vilborgar Halldórsdóttur. „Þegar ég var barn bjó ég á Ísafirði í gömlu reisulegu húsi við Hafnarstræti ...
Meira

bb.is | 30.04.15 | 10:56Burðarþolsmat fyrir fjóra firði

Mynd með fréttHafrannsóknastofnun hefur gerið út bráðabrigðar burðarþolsmat fyrir Arnarfjörð og burðaþolsmat fyrir Dýrafjörð, Patreksfjörð og Tálknafjörð. Við breytingu á lögum um fiskeldi í fyrra voru sett inn ný ákvæði um að rekstrarleyfi skuli fylgja burðarþolsmat sem framkvæmt sé af Hafrannsóknastofnun. Í lögunum ...
Meira

bb.is | 30.04.15 | 09:26Var þetta kannski alls ekki Mick Jagger?

Mynd með frétt„Það er alveg ágætt,“ segir Finnbogi Hermannsson, spurður um lífið eftir útvarp. „Þú þarft ekki að standa nauðbeygður í einhverju helvítis þrefi og streði frá morgni til kvölds, núna er bara mitt sjálfskipaða streð. Ég vakna á morgnana og get hellt ...
Meira

bb.is | 30.04.15 | 07:52Spennandi ferð um Vestfirði

Mynd með fréttJónas Stefánsson og félagar hans Ingólfur Olsen, Erlendur Þór Magnússon, Kimberly Dunlop, Karen Hensel fóru nýlega í spennandi ferðalag um norðanverða Vestfirði. Meðal þess sem hópurinn tók sér fyrir hendur var að skella sér á snjóbretti í Önundarfirði og brimbretti við ...
Meira

bb.is | 29.04.15 | 16:46Hefur ekki trú á lausn deilunnar

Mynd með fréttSamninganefndir Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hittast hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðingi, hefur ekki trú á að nokkuð komi út úr fundinum. „Miðað við það sem kom fram á síðasta fundi sem var á sumardaginn fyrsta, hef ég ...
Meira

bb.is | 29.04.15 | 14:52Ekki verið kannað hvað upphitun vallarins kostar

Mynd með fréttEkki hefur verið kannað hvað kostar að hita upp gervigrasvöll á Torfnesi. Meirihluti Í-listans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur lýst vilja sínum til að gera uppitaðan gervigrasvöll á Torfnesi. Í svari Örnu Láru Jónsdóttur, oddvita Í-listans, við fyrirspurn Jónasar Þórs Birgissonar, bæjarfulltrúa ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli