Frétt

bb.is | 19.03.2012 | 16:18Hætt við mokstur vegna snjóflóðahættu

Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Ljósm: Jón G. Guðjónsson.
Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Ljósm: Jón G. Guðjónsson.
Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Áður en snjóflóðið féll hafði vegurinn frá Norðurfirði til Gjögurs verið mokaður því talsvert snjóaði á þessum slóðum í gærkvöldi. Að sögn Jóns G. Guðjónssonar í Litlu-Ávík, sást snjóflóðið úr kaupfélaginu á staðnum. Landpósturinn á svæðinu hafði nýlega farið um svæðið eftir að hafa sótt póst til Norðurfjarðar. Með honum voru tveir farþegar sem voru að koma með flugi til Gjögurs.

Ekki verður reynt að opna veginn að nýju fyrr en í kvöld eða fyrramálið. Í dag hófst einnig mokstur á leiðinni frá Kjörvogi að Djúpuvík. Því verki hefur verið hætt vegna snjóflóðahættu.

bb.is | 21.09.14 | 10:39 Framkvæmt að Dynjanda

Mynd með frétt Fyrirhugaðar eru framkvæmdir á vegum Umhverfisstofnunar að Dynjanda í Arnarfirði til að tryggja verndun náttúruvættisins. Dynjandi er ein fjölsóttasta náttúruperla á Vestfjörðum. Náttúruvættið er eitt af þeim svæðum sem stofnunin telur að sé undir töluverðu álagi og þurfi að bregðast við ...
Meira

bb.is | 21.09.14 | 09:16Þrennir tvíburar í Bíldudalsskóla

Mynd með fréttGrunnskólinn á Bíldudal hefur þá sérstöðu að í honum eru nú þrennir tvíburar. Það eru þeir Tristan Elí og Patrekur Sölvi Hjaltasynir, Þorkel og Þóroddur Víkingssynir og systkinin Jóna Krista og Svanur Þór. Nanna Sjöfn Pétursdóttir skólastjóri Grunnskóla Vesturbyggðar segir að ...
Meira

bb.is | 20.09.14 | 10:45Fólk í fjárhagsörðugleikum leitar til kirkjunnar

Mynd með fréttTöluvert er um að fólk í fjárhagserfiðleikum leiti til Þjóðkirkjunnar um hjálp að sögn sr. Magnúsar Erlingssonar, sóknarprests á Ísafirði. „Í Reykjavík getur fólk snúið sér beint til Hjálparstarfs kirkjunnar en á landsbyggðinni eru allir prestar umboðsmenn hjálparstarfsins. Þess vegna tökum ...
Meira

bb.is | 20.09.14 | 09:20Vestfirskir sauðfjárbændur skora á ráðherra

Mynd með fréttSauðfjárbændur á Vestfjörðum skora á sjávarútvegs – og landbúnaðarráðherra að sjá um að sauðfjárvarnarlínu milli vestra og eystra Vestfjarðahólfs verði haldið við eða hún rifin niður. Þetta kom fram á aðalfundi Félags sauðfjárbænda sem haldinn var í Holti í Önundarfirði 10. ...
Meira

bb.is | 19.09.14 | 16:46Ást gegn hatri – tárfellt yfir frásögnum af ofbeldinu

Mynd með fréttEinelti getur verið mikið samfélagslegt vandamál og þá bæði einelti fullorðinna og barna. Verkefnið Ást gegn hatri hefur það markmið að vinna gegn einelti. Að því standa félagasamtökin Erindi – samtök um samskipti og skólamál, en í samtökunum er fagfólk á ...
Meira

bb.is | 19.09.14 | 14:51Snjóflóðamannvirki vígð

Mynd með fréttSnjóflóðamannvirkin undir Traðarhyrnu í Bolungarvík verða formlega vígð kl. 15 á morgun. Stutt vígsluathöfn verður undir miðjum stærri varnargarðinum af tveimur, þar sem komið hefur verið fyrir upplýsingaskilti um mannvirkin. Við vígsluna mun m.a. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra flytja ...
Meira

bb.is | 19.09.14 | 13:02Tryggi búnað á flug­völl­um

Mynd með fréttTólf þing­menn hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu en þar er Alþingi falið að álykta um að fela inn­an­rík­is­ráðherra að tryggja að á Vest­manna­eyja­flug­velli og Ísa­fjarðarflug­velli verði nægj­an­leg­ur búnaður og aðstaða til að hægt sé að sinna þaðan milli­landa­flugi með minni farþega- og ...
Meira

bb.is | 19.09.14 | 10:53Varðveita ljósmyndasögu Ísafjarðar frá 1866

Mynd með fréttFjölbreytt starfsemi fer fram í gamla sjúkrahúsinu á Eyrartúni á Ísafirði m.a. er þar ljósmyndasafn. Markmið safnsins er að safna, skrá og varðveita ljósmyndaefni og meðal þess sem má finna í safnkostinum er samfelld ljósmyndasaga kaupstaðarins við Skutulsfjörð frá 1866. Ísafjörður ...
Meira

bb.is | 19.09.14 | 09:22Saltað spik og sexæringur í snjóhúsi

Mynd með frétt „Manni virðist eins og það sé alltaf ánægjulegt að koma saman til að rifja upp liðna tíma og deila þessum sérstæðu sögum, eins og af fyrsta sexæringnum sem Frímann Haraldsson smíðaði í snjóhúsi í Hornvík,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir en áttundi ...
Meira

bb.is | 19.09.14 | 07:40Simbi gerir við hjól

Mynd með fréttÍ húsnæði við Hafnarstræti á Ísafirði sem áður hýsti Skóverslun Leós, má sjá lítið skilti þar sem auglýstar eru hjólaviðgerðir. Maðurinn á bak við þjónustuna er Sveinbjörn Hjálmarsson, betur þekktur sem Simbi í Hafnarbúðinni. Hann byrjaði að gera við hjól þegar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli