Frétt

bb.is | 19.03.2012 | 16:18Hætt við mokstur vegna snjóflóðahættu

Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Ljósm: Jón G. Guðjónsson.
Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Ljósm: Jón G. Guðjónsson.
Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Áður en snjóflóðið féll hafði vegurinn frá Norðurfirði til Gjögurs verið mokaður því talsvert snjóaði á þessum slóðum í gærkvöldi. Að sögn Jóns G. Guðjónssonar í Litlu-Ávík, sást snjóflóðið úr kaupfélaginu á staðnum. Landpósturinn á svæðinu hafði nýlega farið um svæðið eftir að hafa sótt póst til Norðurfjarðar. Með honum voru tveir farþegar sem voru að koma með flugi til Gjögurs.

Ekki verður reynt að opna veginn að nýju fyrr en í kvöld eða fyrramálið. Í dag hófst einnig mokstur á leiðinni frá Kjörvogi að Djúpuvík. Því verki hefur verið hætt vegna snjóflóðahættu.

bb.is | 24.01.15 | 10:45 Byggðakvótinn laus til umsóknar

Mynd með frétt Fiskistofa hefur auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög í Ísafjarðarbæ: Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Hnífsdal. Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar. Umsóknum þarf að fylgja samningur við vinnslu á ...
Meira

bb.is | 24.01.15 | 09:20Óskað eftir endurupptöku

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur nú til meðferðar ósk Vegagerðarinnar um að Skipulagsstofnum noti heimildir í lögum og reglum til að taka aftur upp úrskurð sinn um umhverfismat vegna vegalagningar á sunnanverðum Vestfjörðum, nánar tiltekið leið B sem er um Teigsskóg í Þorskafirði, að ...
Meira

bb.is | 23.01.15 | 16:46Sterklega mátti gera ráð fyrir díoxínmengun

Mynd með fréttÞað var mat tilkallaðra sérfræðinga Matvælastofnunar að sterklega hefði mátt gera ráð fyrir að styrkur í díoxíni í því sauðfé sem síðar var slátrað í Engidal, yrði síst minni en mælingar sýndu. Lömb að vori hefðu orðið fyrir útseytingu vegna hækkandi ...
Meira

bb.is | 23.01.15 | 14:50Íbúðalánasjóður á ríflega 2.300 fasteignir um land allt

Mynd með fréttEignasvið Íbúðalánasjóðs á 1.894 fasteignir á landinu og eru 889 þeirra í útleigu hjá sjóðnum. Leigufélagið Klettur ehf., sem er dótturfyrirtæki ÍLS, á 450 íbúðir til viðbótar þar sem 433 þeirra eru í fastri útleigu. Langflestar eignir Íbúðalánasjóðs eru á Suðurnesjum. ...
Meira

bb.is | 23.01.15 | 13:01Drangajökull á öðru róli

Mynd með fréttÁ meðan stóru jöklarnir á hálendinu og sunnanlands hafa minnkað hvert einasta ár hafa jöklar á norðanverðu landinu og sérstaklega Drangajökull verið á talsvert öðru róli. Þetta kemur fram í viðtali Morgunblaðsins við Odd Sigurðsson, sérfræðing á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofunni. ...
Meira

bb.is | 23.01.15 | 10:56Hundrað sjálfboðaliðar hafa komið að uppbyggingunni

Mynd með fréttMikið var um að vera hjá Félagi um Listasafn Samúels í Selárdal í Arnarfirði á síðasta ári. Meðal annars voru haldnir fjáröflunartónleikar í Iðnó í maí fyrir hús Samúels, en hugmyndin er að innrétta íbúð fyrir lista- og fræðimenn í húsinu. ...
Meira

bb.is | 23.01.15 | 09:25Fyrsta kynslóð þjóðvega á sunnanverðum Vestfjörðum

Mynd með fréttNý samgönguáætlun er í vinnslu og verður hún kynnt á yfirstandandi þingi að því er fram kom í máli Ólafar Norðdal, innanríkisráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í NV-kjördæmi, spurði ráðherra hvenær von væri ...
Meira

bb.is | 23.01.15 | 07:51VesturVerk opnar skrifstofu á Ísafirði

Mynd með fréttOrkufyrirtækið VesturVerk ehf. hefur opnað skrifstofu að Suðurgötu 12 á Ísafirði (í Ísfirðingshúsinu). Eins og kunnugt er áformar VesturVerk að reisa Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði. HS Orka gekk til liðs við eigendur VesturVerks með hlutarfjáraukningu í desember sl. og er áformað ...
Meira

bb.is | 22.01.15 | 16:45Segir laun bæjarfulltrúa hafa dregist aftur úr

Mynd með fréttLaun bæjarfulltrúa í Bolungarvík hafa dregist aftur úr bæjarfulltrúalaunum annarra sveitarfélaga að sögn Baldurs Smára Einarssonar, formanns bæjarráðs Bolungarvíkur. Heildarhækkun launa bæjarfulltrúa og bæjarráðs- og nefndarmanna er samtals 45% en er mismundandi eftir störfum. „Tenging við launaflokka hefur verið óbreytt ...
Meira

bb.is | 22.01.15 | 14:51Rækjusjómaður segir sæstrenginn vera umhverfishryðjuverk

Mynd með fréttLagning sæstrengs Neyðarlínunnar yfir Arnarfjörð var umhverfishryðjuverk, segir Sigurður Þórðarson, rækjusjómaður í Arnarfirði í samtali við visir.is. Neyðarlínan og Orkubú Vestfjarða saka þrjá rækjuskipstjóra í firðinum um að hafa vísvitandi skemmt strenginn og hafa þeir verið kærðir til lögreglu fyrir skemmdarverk. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli