Frétt

bb.is | 19.03.2012 | 16:18Hætt við mokstur vegna snjóflóðahættu

Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Ljósm: Jón G. Guðjónsson.
Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Ljósm: Jón G. Guðjónsson.
Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Áður en snjóflóðið féll hafði vegurinn frá Norðurfirði til Gjögurs verið mokaður því talsvert snjóaði á þessum slóðum í gærkvöldi. Að sögn Jóns G. Guðjónssonar í Litlu-Ávík, sást snjóflóðið úr kaupfélaginu á staðnum. Landpósturinn á svæðinu hafði nýlega farið um svæðið eftir að hafa sótt póst til Norðurfjarðar. Með honum voru tveir farþegar sem voru að koma með flugi til Gjögurs.

Ekki verður reynt að opna veginn að nýju fyrr en í kvöld eða fyrramálið. Í dag hófst einnig mokstur á leiðinni frá Kjörvogi að Djúpuvík. Því verki hefur verið hætt vegna snjóflóðahættu.

bb.is | 23.08.14 | 12:13 Rútuferðir milli Ísafjarðar og suðursvæðis Vestfjarða

Mynd með frétt Fjórðungssamband Vestfirðinga og Ferðaþjónusta Vestfjarða ehf. hafa samið um akstur á sérleyfinu Patreksfjörður- Brjánslækur-Ísafjörður. Fyrsta áætlunarferð verður farin á mánudaginn. Leiðin verður tvískipt, annars vegar milli Patreksfjarðar og Brjánslækjar, hins vegar milli Ísafjarðar og Brjánslækjar. Áætlað er að ferðir milli Ísafjarðar ...
Meira

bb.is | 22.08.14 | 16:47Busavígslum í Menntaskólanum á Ísafirði hætt

Mynd með fréttJón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, tilkynnti nemendum á skólasetningu í morgun að busavígslum verði hætt. „Það hefði átt að vera búið að ákveða þetta fyrir löngu. Busavígslur hafa farið úr böndunum. Ég get talið upp nefbrot, handleggsbrot, gleraugu hafa ...
Meira

bb.is | 22.08.14 | 14:53Fallslagur á Torfnesi – allir á völlinn

Mynd með fréttÞað verður mikið undir hjá báðum liðum á Torfnesvelli á morgun, laugardag, þegar BÍ/Bolungarvík og Selfoss mætast í fallbaráttunni í 1. deild Íslandsmótsins í fótbolta. BÍ/Bolungarvík hefur verið á fínni siglingu í síðustu leikjum og halað inn 7 stigum í síðustu ...
Meira

bb.is | 22.08.14 | 13:01Afmælistónleikar Tónlistarskóla Bolungarvíkur

Mynd með fréttTónlistarskóli Bolungarvíkur fagnar 50 ára afmæli skólans í vetur og hefst sú dagskrá með tónleikum í Félagsheimilinu í Bolungarvík í kvöld. Þar koma fram píanóleikarinn Tuuli Rähni, sópransöngkonan Sigrún Pálmadóttir og klarinettleikararnir Selvadore Rähni og Miquel Ángel Marin Ribes. Tónleikarnir eru ...
Meira

bb.is | 22.08.14 | 10:56Segir að nafnið Teigsskógur sé hálfgert rangnefni

Mynd með fréttHreinn Haraldsson vegamálastjóri segir í viðtali á vefsíðu Arnfirðingafélagsins varðandi Teigsskógarmálið, að það hafi verið grátlega erfitt að koma ákvörðunum um veglínu í gegnum stjórnsýsluna. Hann segir það alveg ljóst að vegur um Teigsskóg sé besti kosturinn í stöðunni með tilliti ...
Meira

bb.is | 22.08.14 | 09:31Bláberjadagarnir eru endahnútur sumarsins

Mynd með frétt„Eitt af því sem við erum hvað stoltust af hér í Súðavík er að halda Bláberjadaga. Við gefum bæjarbúum og brottfluttum Súðvíkingum og nágrönnum okkar á Ísafirði og í Bolungarvík og víðar tækifæri til að gleðjast saman og hnýta endahnút sumarsins ...
Meira

bb.is | 22.08.14 | 07:52Ný matsáætlun um Teigsskóg við Þorskafjörð

Mynd með fréttVegagerðin hefur sent Skipulagsstofnun tillögu að matsáætlun fyrir framkvæmd á Vestfjarðavegi nr. 60 milli Bjarkalundar og Melaness. Ný veglína um Teigsskóg er í matsáætluninni, en fyrri veglínu var hafnað í umhverfismati. Nýja veglínan sem er kölluð lína Þ-H (sjá mynd) er ...
Meira

bb.is | 21.08.14 | 16:44Nóg pláss fyrir ferðamenn á Vestfjörðum

Mynd með fréttÞeirri spurningu var kastað fram í útvarpsþættinum Sjónmáli á Rás 1 í gær hvort á Vestfjörðum séu síðustu ósnortnu óbyggðirnar þar sem ferðamenn geta upplifað náttúruna í friði og ró. Ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega á Íslandi á síðustu árum. Um ein ...
Meira

bb.is | 21.08.14 | 14:51Forgangsröðun umhverfismats einkennileg

Mynd með fréttJóhann G. Bergþórsson verkfræðingur gagnrýnir í grein í Morgunblaðinu í dag þá forgangsröðun sem kom fram í dómi Hæstaréttar þegar rétturinn hafnaði umhverfismati vegagerðar um Teigsskóg í Þorskafirði. „Áður hef ég [...] bent á að vegagerð um Teigsskóg var hafnað í ...
Meira

bb.is | 21.08.14 | 13:01Búinn að selja mestallan bolfiskkvótann

Mynd með fréttJón Guðbjartsson útgerðarmaður á Ísafirði er búinn að selja 500 tonn af bolfiskkvóta sem var í eigu fyrirtækja hans. Jón er hættur í útgerð og ætlar að selja skip fyrirtækjanna. „Ég seldi ekkert af rækjukvótanum, hvorki í innfjarðarækjunni eða úthafsrækjunni, og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli