Frétt

bb.is | 19.03.2012 | 16:18Hætt við mokstur vegna snjóflóðahættu

Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Ljósm: Jón G. Guðjónsson.
Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Ljósm: Jón G. Guðjónsson.
Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Áður en snjóflóðið féll hafði vegurinn frá Norðurfirði til Gjögurs verið mokaður því talsvert snjóaði á þessum slóðum í gærkvöldi. Að sögn Jóns G. Guðjónssonar í Litlu-Ávík, sást snjóflóðið úr kaupfélaginu á staðnum. Landpósturinn á svæðinu hafði nýlega farið um svæðið eftir að hafa sótt póst til Norðurfjarðar. Með honum voru tveir farþegar sem voru að koma með flugi til Gjögurs.

Ekki verður reynt að opna veginn að nýju fyrr en í kvöld eða fyrramálið. Í dag hófst einnig mokstur á leiðinni frá Kjörvogi að Djúpuvík. Því verki hefur verið hætt vegna snjóflóðahættu.

bb.is | 27.06.16 | 16:52 Ekki bætt við dekkjakurli á vellina

Mynd með frétt Sameiginlegt erindi hverfisráðs hverfa í Skutulsfjarðarbotni, hverfisráðs Hnífsdals, hverfisráðs Súgandafjarðar og hverfisráðs Dýrafjarðar var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar en hverfisráðin óska þar eftir afstöðu bæjaryfirvalda til dekkjakurls á gervigrasvöllum sveitarfélagsins. Í bókun bæjarráðs segir að Ísafjarðarbær hafi verið með ...
Meira

bb.is | 27.06.16 | 15:56„Gaman að fá að kynnast þessum krökkum“

Mynd með fréttHópur hóp nemenda á vegum vettvangsskóla School for International Training (SIT) sem er háskóli í Vermont í Bandaríkjunum dvelur nú á Vestfjörðum en Háskólasetur Vestfjarða er samstarfsaðili SIT. Nemendahópurinn dvelur í alls sjö vikur hér á landi en nemendurnir koma til ...
Meira

bb.is | 27.06.16 | 15:18Tania litla braggast vel

Mynd með fréttTania litla Ciulwik braggast vel á Landsspítalanum í Reykjavík þar sem hún nú dvelur. Tania sem fæddist sex vikum fyrir tímann, er með downs heilkenni og tvo hjartagalla, svokallaðan lokuvísagalla og Fallot sem ógna lífi hennar. Hún hefur sýnt ótrúlegan kraft ...
Meira

bb.is | 27.06.16 | 14:14Segir sig úr stjórn

Mynd með fréttÞorsteinn Másson sem nýverið var ráðinn til Arnarlax hefur nú sagt sig úr stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða. Þorsteinn segir augljóst að hann muni ekki geta unnið af heilindum fyrir þessa tvo aðila þar sem hagsmunir skarist en ferðamálasamtökin sendu í apríl frá ...
Meira

bb.is | 27.06.16 | 11:42Þrjú skemmtiferðaskip í Skutulsfirði í gær

Mynd með fréttÞrjú skemmtiferðaferðaskip lágu í Skutulsfirði í gær og er það einn allra stærsti dagur þessa sumars á höfninni, er fjöldi gesta með skipunum þremur var um 5000 manns. Stærst þeirra er Azura með rúmlega 3000 gesta farþegagetu, svo Rotterdam sem ber ...
Meira

bb.is | 27.06.16 | 10:37Hafa ekki undan grassprettu í kirkjugörðunum

Mynd með fréttÍsfirðingurinn Sigrún Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, heimsótti heimahagana um liðna helgi og ákvað, líkt og hún gerir ávallt þegar hún kemur heim, að fara að leiði föður síns í kirkjugarði Ísfirðinga á Réttarholti við mynni Engidals. „Þegar ég heimsótti ...
Meira

bb.is | 27.06.16 | 09:02Gleðin sem gjöf

Mynd með fréttGleðin sem gjöf er ljósmyndasýning Ísfirðingsins Steinunnar Matthíasdóttur, í kirkjutröppum Akureyrarkirkju. Steinunn er fædd árið 1976 á Ísafirði og faðir hennar er Ísfirðingurinn Matthías Kristinsson og móðir hennar Bolvíkingurinn Björk Gunnarsdóttir. Sex ára gömul fluttist Steinunn frá Ísafirði en bjó eitt ...
Meira

bb.is | 27.06.16 | 07:37Lögreglan á Vestfjörðum á Facebook

Mynd með fréttLögreglan á Vestfjörðum hefur opnað síðu á samskiptavefnum Facebook. „Tilgangurinn er tvíþættur. Annars vegar að fjölga þeim möguleikum að koma á framfæri upplýsingum til almennings en ekki síður að auðvelda þeim sem vilja koma ábendingum á framfæri við lögregluna,“ segir í ...
Meira

bb.is | 24.06.16 | 16:50Ætla að fríska upp á mýrarboltann

Mynd með fréttEvrópumeistaramótið í mýrarbolta verður haldið á sínum stað á Ísafirði á verslunarmannahelginni 2016. Drullusokkur mótsins í ár er Thelma Rut Jóhannsdóttir en í 13 ára sögu þessa skemmtilega viðburðar hefur kvenmaður aldrei verið Drullusokkur. Það þótti stjórn mýrarboltafélagsins sér til skammar. ...
Meira

bb.is | 24.06.16 | 14:50Ábúendum fækkar í Trékyllisvík

Mynd með fréttÁ Bæ í Trékyllisvík í Strandasýslu bendir margt til að búskapur leggist niður, að því er fram kemur í Bændablaðinu. Ábúendur, Pálína Hjaltadóttir og eiginmaður hennar Gunnar Guðjónsson, hyggjast bregða búi og flytja í haust og jörðin er komin á sölu. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli