Frétt

bb.is | 19.03.2012 | 16:18Hætt við mokstur vegna snjóflóðahættu

Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Ljósm: Jón G. Guðjónsson.
Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Ljósm: Jón G. Guðjónsson.
Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Áður en snjóflóðið féll hafði vegurinn frá Norðurfirði til Gjögurs verið mokaður því talsvert snjóaði á þessum slóðum í gærkvöldi. Að sögn Jóns G. Guðjónssonar í Litlu-Ávík, sást snjóflóðið úr kaupfélaginu á staðnum. Landpósturinn á svæðinu hafði nýlega farið um svæðið eftir að hafa sótt póst til Norðurfjarðar. Með honum voru tveir farþegar sem voru að koma með flugi til Gjögurs.

Ekki verður reynt að opna veginn að nýju fyrr en í kvöld eða fyrramálið. Í dag hófst einnig mokstur á leiðinni frá Kjörvogi að Djúpuvík. Því verki hefur verið hætt vegna snjóflóðahættu.

bb.is | 12.02.16 | 09:53 Unnið með ritningu gyðinga á listsýningu á Þingeyri

Mynd með frétt Listin heldur áfram að glæða lífið bjartari ljóma á Þingeyri, en um komandi helgi verður þriðja sýningin af fjórum í sýningarröðinni Questioning Arts. Titill sýningarinnar að þessu sinni er „…Jafnvel þau orð sem sögð eru í trúnaði bergmála“ og voru verkin ...
Meira

bb.is | 12.02.16 | 07:46Halda við gamalli verkþekkingu með kirkjusmíði fyrir Færeying

Mynd með fréttÍ Bolungarvík er haldið við gömlu verklagi við húsasmíðar en Guðmundur ÓIi Kristinsson húsasmíðameistari og hans menn hjá GÓK húsasmíði hafa síðustu vikur og mánuði unnið að smíði stafkirkju fyrir færeyskan auðmann. Fullsmíðuð verður kirkjan tekin niður, sett í gáma og ...
Meira

bb.is | 11.02.16 | 16:45Kristín keppir í Malmö

Mynd með fréttSundkonan Kristín Þorsteinsdóttir er lögð í hann til Svíþjóðar þar sem hún mun taka þátt í Malmö OPEN sem fram fer um helgina. Kristín var keik við upphaf ferðar og finnst henni ekki tiltökumál að fara til keppni þremur greinum, en ...
Meira

bb.is | 11.02.16 | 15:54Fagnar þingsályktunartillögu um embætti umboðsmanns aldraðra

Mynd með fréttFélagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar fagnar tillögu til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra. Sex þingmenn Framsóknarflokks hafa lagt fram tillögu á Alþingi um embætti umboðsmanns aldraðra, fyrsti flutningsmaður er Karl Garðarsson. Vilja flutningsmenn að félagsmálaráðherra verði falið að leggja fyrir árslok fram á Alþingi ...
Meira

bb.is | 11.02.16 | 14:50Styrkir, ungir frumkvöðlar og Evrópumiðstöð í Vísindaportinu

Mynd með fréttÍ Vísindaporti vikunnar mun Mjöll Waldorff verkefnastjóri hjá Evrópumiðstöð Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands fjalla um innlenda og erlenda styrkjamöguleika og skiptiáætlanir fyrir frumkvöðla. Meðal þess sem Mjöll tekur fyrir er þjónusta Enterprise Europe Network og Erasmus for young entrepreneurs. Hún mun jafnframt fjalla ...
Meira

bb.is | 11.02.16 | 13:23Siggi Björns og Bjartmar með tónleika

Mynd með fréttHinn eini sanni Siggi Björns treður upp á Vagninum á Flateyri ásamt þýsku söngkonunni Franzisku Gunther á sunnudagskvöld. Þau spila lög úr eigin smiðju í bland við standarda og segja jafnvel skemmtisögur inn á milli. Það verður nóg um að vera ...
Meira

bb.is | 11.02.16 | 11:53Viljayfirlýsing um hringtengingu ljósleiðara

Mynd með fréttForsvarsmenn fjarskiptasjóðs og Neyðarlínunnar undirrituðu í gær viljayfirlýsingu þess efnis að hafa samstarf um seinni verkáfanga hringtengingar ljósleiðara Vestfjarða. Seinni áfangi ljósleiðarans var í uppnámi eftir að einungis eitt tilboð barst í verkið. Það var frá Mílu og hljóðaði upp á ...
Meira

bb.is | 11.02.16 | 09:52Mannslífum bjargað með appi?

Mynd með fréttRauði krossinn hefur látið gera skyndihjálpar-app sem fólk getur hlaðið niður í símana sína eða spjaldtölvu. Appið er ókeypis og virkar eins og bók í skyndihjálp sem inniheldur leiðbeiningar um hvernig fólk getur brugðist við ef slys eða veikindi ber ...
Meira

bb.is | 11.02.16 | 09:01Keppir á Vetrarólympíuleikum ungmenna

Mynd með fréttSkíðagöngukappinn Dagur Benediktsson frá Ísafirði er farinn til Noregs til að keppa á Vetrarólympíuleikum ungmenna sem hefjast í Lillehammer á föstudaginn. Þetta er í annað sinn sem leikarnir eru haldnir en fyrir fjórum árum voru þeir í Innsbruck í Austurríki. Líkt ...
Meira

bb.is | 11.02.16 | 07:49Skipverjarnir djúpt snortnir yfir Flóði

Mynd með fréttSkipverjar sem voru á Pétri Jónssyni í október 1995 urðu djúpt snortnir þegar þeir sáu sýninguna Flóð í Borgarleikhúsinu um helgina. Frystitogarinn var fyrsta skipið á vettvang þegar snjóflóðið mannskæða féll á Flateyri 26. október 1995 og tók áhöfnin þátt í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli