Frétt

bb.is | 19.03.2012 | 16:18Hætt við mokstur vegna snjóflóðahættu

Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Ljósm: Jón G. Guðjónsson.
Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Ljósm: Jón G. Guðjónsson.
Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Áður en snjóflóðið féll hafði vegurinn frá Norðurfirði til Gjögurs verið mokaður því talsvert snjóaði á þessum slóðum í gærkvöldi. Að sögn Jóns G. Guðjónssonar í Litlu-Ávík, sást snjóflóðið úr kaupfélaginu á staðnum. Landpósturinn á svæðinu hafði nýlega farið um svæðið eftir að hafa sótt póst til Norðurfjarðar. Með honum voru tveir farþegar sem voru að koma með flugi til Gjögurs.

Ekki verður reynt að opna veginn að nýju fyrr en í kvöld eða fyrramálið. Í dag hófst einnig mokstur á leiðinni frá Kjörvogi að Djúpuvík. Því verki hefur verið hætt vegna snjóflóðahættu.

bb.is | 03.07.15 | 10:34 Aukinn kvóti til Byggðastofnunar

Mynd með frétt Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að strandveiðiaflinn verði aukinn um 400 tonn á ári. Í tillögunni er áætlað að aflamark Byggðastofnunar verði 5.400 tonn á næsta fiskveiðiári. Á yfirstandandi fiskveiðári fara 3.400 tonn til aflamarks Byggðastofnunar. ...
Meira

bb.is | 03.07.15 | 09:27Hringsól á samsýningu í Cornwall

Mynd með fréttGunnar Jónsson myndlistarmaður á Ísafirði er með verk á stórri samsýningu í Newlyn í Cornwall í Bretlandi. Sýningin nefnist Í leit að hinu undursamlega og markar að 40 ár eru frá því að hollenski listamaðurinn Bas Jan Ader lagði í hann ...
Meira

bb.is | 03.07.15 | 07:58Efla frumkvöðlakonur í dreifðari byggðum

Mynd með fréttVinnumálastofnun fékk á dögunum 40 milljóna króna styrk úr Erasmus áætlun Evrópusambandsins til að vinna að verkefni sem hefur það að markmiði að bjóða frumkvöðlakonum í afskekktari byggðum að byggja upp hæfni og færni í viðskiptum. Verkefnið verður í boði á ...
Meira

bb.is | 02.07.15 | 16:47Vinsæll áningastaður í Skötufirði

Mynd með frétt„Sumarið hefur verið flott hjá okkur. Aðsóknin að bænum hefur verið mjög mikil það sem af er sumri og er alltaf að aukast. Nær helmingi fleiri ferðamenn komu hingað í síðasta mánuði samanborið við sama mánuð í fyrra. Í vor voru ...
Meira

bb.is | 02.07.15 | 14:51Matsáætlun Hvalárvirkjunar auglýst

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur auglýst tillögu að matsáætlun Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði á Ströndum. Það er Vesturverk ehf. á Ísafirði sem áformar að reisa virkjunina. Gerð verða þrjú miðlunarlón á Ófeigsfjarðarheiði. Árnar Hvalá, Rjúkandaá og Eyvindarfjarðará verða leiddar í aðrennslisgöngum að stöðvarhúsi sem ...
Meira

bb.is | 02.07.15 | 13:02Óleyfisframkvæmdir – rífa fyrst og spyrja svo?

Mynd með fréttSmáhýsi hafa aðeins vafist fyrir í lögum og reglum um mannvirki og skipulag en um þau er fjallað í byggingarreglugerð að sögn Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Greint var frá því í gær að þyrping garðskúra hefði risið á fjörukambinum að ...
Meira

bb.is | 02.07.15 | 10:33Eitt prósent til Vestfjarða

Mynd með fréttTæplega 72% af þeim fjármunum sem varið var til lækkunar á höfuðstól þeirra sem voru með verðtryggð lán á árunum 2008 og 2009, hin svokallaða leiðrétting, fór til heimila í Reykjavík og á Suðvesturlandi. Alls eru landsmenn 329 þúsund talsins og ...
Meira

bb.is | 02.07.15 | 09:26Nóg til af þessum kvikindum

Mynd með frétt„Þetta var ekkert afrek enda var hákarlinn meðfærilegur,“ segir Sigurður Pétursson skipstjóri, sem varð víðfrægur þegar hann veiddi hákarl með berum höndunum. Þetta var á Grænlandi, en áður veiddi hann marga hákarla á ferli sínum sem togaraskipstjóri á Íslandsmiðum. Þá hefur ...
Meira

bb.is | 02.07.15 | 07:57Vestfirskir staðir á fötulista ferðalanga

Mynd með fréttNokkrir vanir ferðalangar og náttúruunnendur voru fengnir af fréttamiðlinum Stundinni til hugsa upp fötulista um staði á Íslandi sem þú verður að sjá áður en þú deyrð. Upp úr krafsinu komu tólf áfangastaðir, þar af fjórir á Vestfjörðum. Páll Ásgeir Ásgeirsson, ...
Meira

bb.is | 01.07.15 | 16:46Tófunni fjölgar eftir hrun í fyrra

Mynd með fréttÞað er ólíkt um að litast í Hornvík á Hornströndum í ár en í fyrra að sögn Esterar Rutar Unnsteinsdóttur spendýravistfræðings. Hún er nýkomin úr Hornvík þar sem hún var við refatalningar. „Það eru öll óðöl tekin, stór got og mörg ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli