Frétt

bb.is | 19.03.2012 | 16:18Hætt við mokstur vegna snjóflóðahættu

Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Ljósm: Jón G. Guðjónsson.
Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Ljósm: Jón G. Guðjónsson.
Vegurinn norður í Árneshrepp lokaðist eftir hádegi í dag eftir að snjóflóð féll úr svokölluðum Urðum. Áður en snjóflóðið féll hafði vegurinn frá Norðurfirði til Gjögurs verið mokaður því talsvert snjóaði á þessum slóðum í gærkvöldi. Að sögn Jóns G. Guðjónssonar í Litlu-Ávík, sást snjóflóðið úr kaupfélaginu á staðnum. Landpósturinn á svæðinu hafði nýlega farið um svæðið eftir að hafa sótt póst til Norðurfjarðar. Með honum voru tveir farþegar sem voru að koma með flugi til Gjögurs.

Ekki verður reynt að opna veginn að nýju fyrr en í kvöld eða fyrramálið. Í dag hófst einnig mokstur á leiðinni frá Kjörvogi að Djúpuvík. Því verki hefur verið hætt vegna snjóflóðahættu.

bb.is | 21.10.14 | 13:01 Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum stofnuð

Mynd með frétt Einar Sveinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal, er formaður nýstofnaðra Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum (SASV). Hópur fulltrúa helstu atvinnugreina á sunnanverðum Vestfjörðum kom saman á Tálknafirði í byrjun þessa mánaðar, þar sem stofnað var til heildarsamtaka atvinnurekenda í Vestur- ...
Meira

bb.is | 21.10.14 | 10:55Línuveiðar stórtækastar í undirmálsveiðum

Mynd með fréttÁhrifaríkasta leiðin til að koma í veg fyrir veiðar á undirmáls- og smáþorski er að banna línuveiðar á stórum svæðum næst landi. Þetta segir Björn Björnsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, í viðtali við Morgunblaðið. Hann segir að línuveiðar hafi aukist mikið á ...
Meira

bb.is | 21.10.14 | 09:23Gæti ekki bjargað skemmtiferðaskipi

Mynd með fréttMeðlimir úr björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri fóru til Reykjavíkur um helgina til að sækja ráðstefnuna Björgun 2014. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar hélt þar opnunarfyrirlestur og fjallaði meðal annars um björgunaraðgerðir á sjó. Hann telur að efla þurfi Landshelgisgæsluna svo Íslendingar geti ...
Meira

bb.is | 21.10.14 | 07:41Fiðringurinn endaði á Heimsenda

Mynd með fréttÞriggja daga Suðurfjarðaför VestFiðrings lauk á fimmtudag með mikilli veislu á veitingastaðnum Heimsenda á Patreksfirði. Að sögn forsvarsfólks VestFiðringsins gengu fundirnir í Baldurshaga á Bíldudal, á Hópinu á Tálknafirði og í Heimsenda glimrandi vel, og ljóst að vel hefði mátt halda ...
Meira

bb.is | 20.10.14 | 16:46Stórt og markandi skref

Mynd með fréttBæjarráð Vesturbyggð fagnar ákvörðun innanríkisráðherra um að sýslumaðurinn á Vestfjörðum verði staðsettur á Patreksfirði. Bæjarráðið segir að með ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, sé stigið stórt og markandi skref í átt til eflingar svæðisins í heild. Í ályktun bæjarráðs segir að ...
Meira

bb.is | 20.10.14 | 14:51Spessi á stórri samsýningu í Berlín

Mynd með fréttLjósmyndarinn Spessi (Sigurþór Hallbjörnsson) tekur þessa dagana þátt í stórri samsýningu í Berlín. Sýningin, sem kallast European Month og Photography, hófst fyrir helgi og stendur til 16. nóvember. „Það er mikil upphefð að fá að vera með. Það er fleiri Íslendingar ...
Meira

bb.is | 20.10.14 | 13:02Komnir með hráefni fram að jólum

Mynd með fréttRækjuverksmiðjan Kampi ehf. á Ísafirði tryggt sér hráefni fram undir jól. Hráefnisöflun rækjuverksmiðja er erfið og þarf að leita langt eftir rækju. „Þetta er búið að vera erfitt en okkur hefur tekist þokkalega að verða okkur úti um hráefni og mér ...
Meira

bb.is | 20.10.14 | 10:54Nesdalur undir sumarbústaði?

Mynd með fréttNesdalur er eyðidalur á norðanverðum Vestfjörðum en til að komast þangað þarf að aka um Ingjaldssand við Önundarfjörð. Íbúar hafa nánast aldrei verið í Nesdal, utan tvö ár í kringum aldamótin 1700 og í nokkur ár upp úr 1840. Undirlendi er ...
Meira

bb.is | 20.10.14 | 09:22Í pilsi og sandölum á traktornum

Mynd með fréttTíska er m.a. notuð til að gefa öðrum til kynna hvaða hópi viðkomandi tilheyrir. Þegar talað er um tísku er ekki endilega verið að tala um klæðnað úr tískubúðum, heldur frekar hverskonar flíkur tíðkast að nota innan ákveðinna hópa eða starfsstétta. ...
Meira

bb.is | 20.10.14 | 07:40Fagnaðarefni að sýslumaður verði á Patreksfirði

Mynd með fréttÞað er fagnaðarefni að innanríkisráðuneytið fylgdi eftir byggðarsjónarmiðum við ákvörðun um aðsetur sýslumanns Vestjarða og lögreglustjórans á Vestfjörðum. Þetta segir Friðbjörg Matthíasdóttir, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar og stjórnarformaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Sýslumaður verður með aðsetur á Patreksfirði, samkvæmt drögum innanríkisráðuneytisins, og lögreglustjórinn verður ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli