Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn viðauka við fjárhagsáætlun upp á 13,2 m.kr. Um er að ræða 6 mánaða biðlaun fyrrverandi bæjarstjóra. „Ekki gert ráð fyrir þessari fjárhæð í launaáætlun ársins.“ segir í tillögunni. Auk þess er tillaga um 10 m.kr. til árangursstjórnunar í fjármálum bæjarins, sem frá var greint í frétt í morgun.
Þá var ekki gert ráð fyrir kostnaði 400 þús kr vegna forsetaheimsóknar og kostnaður við skíðavíkuna fór 747 þúsund kr. fram úr áætlun. Á móti þessum viðbótarkostnaði eru lækkuð önnur framlög um 700 þús kr.
Útgjöldunum er mætt með auknum tekjum frá Jöfunarsjóði sveitarfélaga.