Miklidalur: Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi fyrir 5 km endurbyggingu vegarins

Teikning af framkvæmdasvæðinu. Vegagerðin.

Vegagerðin hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu á 4,9 km vegarkafla á Mikladal, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar.

Áætlaður framkvæmdatími er 2 ár, stefnt verður að því að klára að leggja bundið slitlag á 2 km í ár og tæplega 3 á næsta ári, framkvæmdarlok eru 1. September 2023.

Skipulags- og umhverfisráð  Vesturbyggðar hefur tekið erindið fyrir og leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt.

Núverandi vegur verður endurbyggður frá gatnamótum Barðastrandarvegar við kirkjugarðinn á Patreksfirði og upp að svokölluðum Kríuvötnum.

Núverandi vegur verður lagfærður og styrktur, hæðar- planlega lagfærð , fláar lagfærðir og öryggissvæði. Nýr vegur verður 8 metra breiður með 3,5 metra breiðum akbrautum og 0,5 m öxlum. Þar sem vegrið er verður vegurinn 8,5 metra breiður. Um 80 þúsund rúmmetra af efni þarf til verksins, þar af um helmingurinn í fyllingar, 20.000 rúmmetra í styrktarlag og um 10.000 rúmmetrar í klæðningar og burðarlög.

DEILA