Leigufélagið Bríet kaupir í Bolungarvík

Ljósmynd Baldur Smári Einarsson

Stjórn Íbúðalánasjóðs nú Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) tók þá ákvörðun í lok árs 2018 að stofna leigufélag utan um rekstur eignasafns sjóðsins.

Ákvörðunin var tekin í framhaldinu af greiningum á eignasafninu og með þessu væri hægt að tryggja allt að 250 fjölskyldum um allt land trygga búsetu til lengri tíma. Leigufélagið Bríet tók svo formlega til starfa 1. mars 2019.

Leigufélagið Bríet er nú að kaupa 5 íbúðir við Þjóðólfsveg í Bolungarvík sem Byggingafélagið Hrafnshóll hóf byggingu á í fyrra.

Áætluð verklok eru í lok apríl en frágangi við lóð lýkur eitthvað síðar eða þegar snjóa leysir og veður leyfir.

Samkvæmt upplýsingum frá leigufélaginu er stefnt að því að koma þessum eignum í útleigu í maí.

DEILA