Síðan í haust hefur verið unnið við víkkun flóðrásar við snjóflóðavarnargarðinn á Flateyri og flóðrásin hefur verið hreinsuð.
Vinna við verkið hófst í október 2021 eftir að tilboði Suðurverks hf að upphæð 112,5 milljóna hafði verið tekið. Vinnan fólst meðal annars í að fjarlægja efni úr efri hluta fjallsins, fjarlægja uppsafnað set á svæðinu, drena vinnusvæðið og byggja slóða að námu.
Efnið sem var fjarlægt úr rásinni var flutt á sorpsvæði við Klofning.
Í síðari hluta desember 2021 var verkinu að mestu leyti lokið en jöfnun efnis sem flutt var á sorpsvæði og sáning flóðrásar verður kláruð í vor.