Tilboð voru opnuð 16. desember í dýpkun Sundahafnar og uppdælingu efnis.
Hluti af efninu sem verður dælt upp fer í landfyllinguna sem áætluð er innan við Langeyri í Álftafirði, undir kalkþörungaverksmiðjuna og hafnargerð, um 80-100.000 rúmmetrar. því er hlutur Súðavíkurhrepps í framkvæmdinni um fjórðungur af heildarupphæðinni.
Alls bárust 7 tilboð og var Björgun ehf í Mosfellsbæ lægst með 437 m.kr. tilboð sem er 17,6% yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Hæsta tilboðið var 1.127 m.kr. og kom frá Belgíu. Sex tilboðanna voru frá erlendum aðilum.
Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur til að samið verði við lægstbjóðanda.