Vegagerðin í samvinnu við Tálknafjarðarhrepp auglýsti í vor útboð á 1,6 km þjóðvegi í gegnum þéttbýlið á Tálknafirði og barst ekkert tilboð í verkið.
Verkið var boðið út aftur út núna í júní og kom aðeins eitt tilboð frá fyrirtækinu Þróttur ehf. á Akranesi að upphæð kr. 378,8 milljónir en áætlaður kostnaður var 217,7 milljónir . Því tilboði mun hafa verið hafnað.
Nú hefur Vegagerðin auglýst í þriðja sinn eftir tilboðum endurbyggingu vegkaflans ásamt gerð grjótvarnar og lagnavinnu á Tálknafjarðarvegi (617-02) um þéttbýlið á Tálknafirði.
Verkefnið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Tálknafjarðarhrepps.
Vonandi tekst betur til í þetta sinn og það sannist að allt er þegar þrennt er.