Vegagerðin auglýst á dögunum í þriðja sinn eftir tilboðum í endurbyggingu vegkaflans ásamt gerð grjótvarnar og lagnavinnu á Tálknafjarðarvegi (617-02) um þéttbýlið á Tálknafirði.
Fyrst barst ekkert tilboð og síðan eitt tilboð sem ekki var tekið vegna þess að það var of hátt.
Nú bárust tvö tilboð :
Þotan ehf., Bolungarvík bauð 267.8 milljónir í verkið og Allt í járnum ehf., Tálknafirði 250.7 milljónir .
Áætlaður verktakakostnaður er.243.219.554 kr
Verkefnið sem er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Tálknafjarðarhrepps ætti því nú að komast til framkvæmda..