Lokið er að vinna úr könnun um afstöðu til þverunar Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Það var Samgöngufélagið sem stóð fyrir könnuninni sem stóð yfir dagana 14. til 23. júní sl. Fyrirtækið Envalys sem vann könnunina fyrir Samgöngufélagið.
Niðurstaðan er að þátttakendur voru heilt yfir fremur hlynntir hugmyndum um þverun Vatnsfjarðar. Á kvarðanum 0 til 6 þar sem 0 þýðir mjög andvígur og 6 mjög hlynntur var útkoman 4,41.
Afstaða þátttakenda eftir búsetu var þannig að meðaltalið hjá þeim sem eru búsettir í Vesturbyggð var 4,38, hjá öðrum íbúum Vestfjarða var það 4,71 og meðaltalið hjá þeim sem búa utan Vestfjarða var 4,13.
Marktækur munur kom fram í afstöðu kynjanna. Meðaltalið hjá kvenkyns þátttakendum var 3,57 en 4.64 hjá körlum. Aldur virtist ekki hafa áhrif á afstöðu.
Spurt var um afstöðu til þverunar Vatnsfjarðar, hvernig svaranda líkaði tillaga F um þverun og loks hvernig þverun viðkomandi vildi ef hann vildi ekki veglínu F.
Alls bárust 398 svör, 20% þeirra voru frá konum og 80% frá körlum.
Við úrvinnslu gagna var reiknað meðaltal og staðalfrávik fyrir hverja spurningu.
Ítarlegri úrvinnsla fól í sér að beita t-prófi og einhliða dreifigreiningu til að kanna tölfræðilega
marktækan mun í afstöðu hópa eftir:
Kyni
Aldri
Búsetu
Eftirápróf Bonferroni var notað Í þeim tilvikum þar sem tölfræðilega marktækur munur kom fram, til að
greina hvar sá munur lægi.