Dynjandisheiði lýkur 2024

Framkvæmdum við nýja veg yfir Dynjandisheiði mun ljúka árið 2024 samkvæmt samþykkt Alþingis frá 29. júní 2020 um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024. Áætlunin var endurskoðun nú í síðasta mánuði en er óbreytt hvað varðar Dynjandisheiði.

Dynjandisheiði 35,2 km kostn. 5.800 m.kr. 1.1. 2020
ÁrFjárveiting
2020550
20211.050
2022800
20231.400
20241.800

Fjárveitingarnar voru 550 m..kr í fyrra og 1.050 m.kr á þessu ári. Á næsta ári eru aðeins 800 m.kr. til framkvæmdanna. Athyglisvert er að 3.200 m.kr af 5.800 m.kr. kostnaði eru á tveimur síðustu árunum. Það hefur í för með sér að þunginn af framkvæmdunum verður að falla á tvö síðustu árin af þessum fimm.

Samkvæmt upplýsingum Bæjarins besta voru uppi hugmyndir hjá Vegagerðinni að auka framkvæmaþungann á þessu og næsta ári á Dynjandisheiðinni með því að færa fjárveitingar af öðrum verkum á landinu sem vinnast hægar en samþykkt var og endurgreiða það svo 2023 og 2024. Með því móti tækist að flýta vegagerðinni á Dynjandisheiðinni. Horfið hefur verið frá þessum áformum m.a. vegna þess að ákveðið var að setja 2 milljarða króna af nýbyggingarfé í viðhald vega víða um land. Þó verður á þessu ári bætt við útboðsverkið upp Pennudalinn og nýbygging vegarins mun ná að vegamótunum til Bíldudals.

Næsti kafli verksins verður boðinn út á næsta ári og hefst vinna við hann þá eins og samþykkt samgönguáætlun gerir í raun ráð fyrir.

Segja má að viðhaldsþörfin hafi verið tekin fram yfir flýtingu á Dynjandisheiði. Þessi ákvörðun hefur formlega verið tekin af yfirstjórn Vegagerðarinnar en telja má víst að hún hafi verið borin undir ráðherra málaflokksins.

-k

DEILA