Tvær virkjanir í undirbúningi í Dýrafirði

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti 18. mars sl. að hefja málsmeðferð á skipulags- og matslýsingum fyrir Botnsvirkjun og Hvallátursvirkjun í Dýrafirði, skv. 40. gr. skipulagslaga 123/2010.

Það eru Landeigendur jarðanna Dranga og Botns í Dýrafirði hafa hug á að gera tvær virkjanir í botni Dýrafjarðar sem samtals gefa 7,5 MW afl. Hvallátursvirkjun yrði allt að 2,5 MW rennslisvirkjunar með mögulegri dægurmiðlun í Hvallátradalsá í landi Botns í Dýrafirði og Botnsvirkjun yrði allt að 5 MW rennslisvirkjun með mögulegri dægurmiðlun.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með ábendingar við tillögugerðina til og með mánudagsins 24. maí 2021.

DEILA