Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþm tapaði fyrsta sætinu á lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi til Bjarna Jónssonar, varaþingmanns. Höfðu þau sætaskipti frá síðustu kosningum.
Bjarni Jónsson fékk 543 atkvæði í 1. sæti en Lilja Rafney fékk 461 í 1. sætið og 565 atkvæði í 1.-2. sætið.
Sigríður Gísladóttir, Ísafirði varð í 3. sæti með 444 atkvæði í 1.-3. sætið. Þóra Margrét Lúhersdóttir varð í 4. sæti og Lárus Ástmar Hannesson í því fimmta.
Atkvæði greiddu 1049 og 1.454 voru á kjörskrá. Kosningaþátttaka var 72%.
Vinstri grænir fengu einn þingmann kjörinn í síðustu alþingiskosningum.