Hnífsdalur: veiðigjaldið hæst

Álagt veiðigjald 2020 á Vestfjörðum er hæst í Hnífsdal. Samkvmt útreikningum Fiskistofu er álagt veiðigjald þar 151 milljón króna. Næst hæst er veiðigjaldið í Bolungavík 115 milljónir króna. Patreksfjörður er þriðji hæsti útgerðarstaðurinn með 48 milljónir króna. Tálknafjörður er í fjórða sæti og Ísafjörður er aðeins í fimmta sæti. Samtals er álagt veiðigjald 2020 fyrir útgerðastaði á Vestfjörðum 386 milljónir króna.

Hæstu greiðendur á Vestfjörðum eru Hraðfrystihúsið Gunnvör hf í Hnífsdal sem greiðir 151 milljón króna í veiðigjald, Jakob Valgeir ehf í Bolungavík með 88 milljónir króna og Oddi hf á Patreksfirði með 34 milljónir króna.

400 ÍsafjörðurÍsafjarðarbær17.399.377-5.656.64011.742.737
410 HnífsdalurÍsafjarðarbær154.028.695-2.774.908151.253.787
415 BolungarvíkBolungarvíkurkaupstaður127.932.981-12.530.834115.402.147
420 SúðavíkSúðavíkurhreppur5.917.065-2.366.8273.550.238
425 FlateyriÍsafjarðarbær1.527.380-606.914920.466
426 FlateyriÍsafjarðarbær107.670-43.06864.602
430 SuðureyriÍsafjarðarbær13.028.933-3.833.1169.195.817
450 PatreksfjörðurVesturbyggð58.386.659-9.921.01748.465.642
451 PatreksfjörðurVesturbyggð2.045.383-817.7591.227.624
460 TálknafjörðurTálknafjarðarhreppur31.481.684-8.957.95022.523.734
465 BíldudalurVesturbyggð1.556.321-622.528933.793
470 ÞingeyriÍsafjarðarbær1.746.526-698.6101.047.916
510 HólmavíkKaldrananeshreppur Strandabyggð11.450.060-4.580.0216.870.039
511 HólmavíkKaldrananeshreppur Strandabyggð417.262-167.564249.698
520 DrangsnesDrangsnes17.545.542-5.565.85911.979.683
524 NorðurfjörðurÁrneshreppur801.651-320.661480.990

Veiðigjaldið lækkar um 58% frá 2018

Veiðigjaldið 2020 er alls 4,8 milljarðar króna og lækkar frá 2019 þegar það var 6,6 milljarðar króna. Árið 2018 var það 11,3 milljarðar króna. Lækkunin á þessum tveimur árum er 6,5 milljarðar króna eða 58%.

Veiðigjaldið er reiknað eftir á út frá skattframtölum fyrirtækjanna. Er það 33% af því sem eftir stendur þegar frá aflaverðmæti hefur verið dreginn fastur og breytilegur kostnaður skipsins við veiðiúthald. Er fyrst reiknað fyrir hvert skip og síðan lagt saman fyrir allan flotann í viðkomandi tegund og þeirri samtölu deild á hvert veitt kg. Þannig fæst veiðigjald pr kg.

Þorskur skilar 2.810 milljörðum króna

Langhæst fjárhæðin er lögð á veiðar af þorski. Veiðigjaldið af honum er 2.810 milljarðar króna sem er um 58% af öllu veiðigjaldi ársins. Veiðigjaldið var ákveðið 10,62 kr/kg af þorski. Veiðigjald af ýsu er 780 milljónir , grálúða 400 milljónir króna og á makrílveiðar er lagt 260 milljón króna veiðigjald.

Togarar greiða 2,3 milljarða króna af veiðigjaldinu, aflamarksskip 1,8 milljarð króna og krókaaflamarksbátar og aðrir smábátar 0,7 milljarð króna.

DEILA