Verktakafyrirtækið Grjótverk ehf í Hnífsdal lauk í síðustu viku við lengingu Norðurgarðs, grjótgarðs í Ólafsvíkurhöfn. Verkið hófst fyrir rúmu ári. Garðurinn var lengdur um 80 metra. Heildarkostnaður var áætlaður um 170 milljónir króna. Framkvæmdin skilar meiri kyrrð í höfninni og öruggari innsiglingu.
Verkið var vandasamt en ekki ber á öðru en að verktakinn hafi skilað góðu verki. Eigendur Grjótverks ehf eru Agnar E Agnarsson frá Ísafirði og Ragnar Berg Elvarsson frá Súðavík.

