Hnífsdalur: sjómannadagskaffi aflýst

Hnífsdalur. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Stjórn Slysavarnardeildarinnar í Hnífsdal hefur ákveðið að aflýsa hinu árlega sjómannadagskaffi félagsins sem haldið hefur verið á sjómannadaginn seinustu áratugi í félagsheimilinu i Hnífsdal.

Ástæðan er hin fordæmalausa tíð sem hefur gengið yfir heimsbyggðina.

Ákvörðun sem þessi er ekki léttvæg, segir í tilkynningu frá Slysavarnardeildinni enda hefur hið árlega sjómannadagskaffi verið ein af stærri fjáröflunum félagsins ár hvert. Verður rekstur þessa árs mun erfiðari fyrir vikið.

Vígsla í haust

„Við horfum þó björtum augum fram á við og vonumst til að bjóða til vígslu nýs bíls og bátar félagsins með haustinu.“

Meðfylgjandi er reikningsnúmer félagsins ef fastagestir sjomannadagskaffisins hafa nú þegar gert ráð fyrir aðganseyri í sinum útgjöldum 154-26-4350 kt 500480-0339.

DEILA