Í nýútkominni skýrslu Verkís fyrir Vestfjarðastofu um smávirkjanir á Vestfjörðum eru 16 kostir metnir í Vesturbyggð og Tálknafirði.
Í Tálknafirði er einn kostur metin hagkvæmur og tveir kostir mögulega hagkvæmir. Þverár í Botnsdal er talinn hagkvæmur. Þar er fallhæð 170 metrar, uppsett afl er 6 MW og framleiðslan 7,7 GWg á ári.
Vesturbyggð 11 kostir
Metnir voru 11 virkjanakostir í Vesturbyggð. Þeir eru Suður Fossá á Rauðasandi, Mikladalsá og Ósá í Patreksfirði, Hreggstaðaá, Holtsá, Einisdalsá, Arnarbýlu, Þverá í Mórudal og Vaðalsá, allar á Barðaströnd og Seljadalsá og Hringsdalsá á suðurströnd Arnarfjarðar.
Fjórir kostir reynast hagkvæmir og tveir til eru mögulega hagkvæmur. Áætlanir eru til um virkjun Suður Fossár sem reynist hagkvæmur virkjunarkostur miðað við forsendur sem hafðar eru til grundvallar. Þær áætlanir gera ráð fyrir stórum miðlunum og veitu úr Gyltubólsá, sem ekki er tekið tillit til hér segir í skýrslunni.