Teigskógur: Landvernd kærir framkvæmdaleyfið

Landvernd hefur kært til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál framkvæmdaleyfi Reykhólahrepps til Vegagerðarinnar fyrir nýjum vegi um Gufudalssveit skv. Þ-H leið.

Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að stjórn Landverndar telji að framkvæmdaleyfi sem sveitastjórn Reykhólahrepps veitti Vegagerðinni  vegna veglagningar í Teigsskógi brjóti í bága bæði við náttúruverndarlög og skipulagslög. Þá telja samtökin að stjórnarskrárákvæði um sjálfstæði sveitarfélaga hafi ekki verið virt.

„Það er því óhjákvæmilegt að Landvernd sem umhverfisverndarsamtök að krefjist stöðvunar framkvæmda og ógildingu framkvæmdaleyfis vegna form- og efnisannmarka.“

Þá segir að stjórn Landverndar telji því að sveitastjórnin og Vegagerðin hafi ekki farið eftir niðurstöðu valkostamats heldur virðist sem fjárhagslegir hagsmunir einir hafi ráðið leiðarvali.

Þá telur stjórn Landverndar að í ákvörðunarferlinu hafi verið brotið gegn 78. grein stjórnarskrár um sjálfræði sveitarfélaga og að gegið hafi verið gegn skipulagslögum. „Eins og fram kemur í bókunum sveitastjórnarfulltrúa Reykhólahrepps beitti Vegagerðin sveitastjórnina þvingunum til þess að fá ÞH-leið, Teigskógarleið, samþykkta.“

 

DEILA