Umhverfisráðherra úthlutaði í gær 67.680.000 kr til verkefna á málefnasviði ráðuneytisins. Alls var úthlutað styrkjum til 43 verkefna. Þá úthlutað hann einnig 39 m.kr. til reksturs félagasamtaka sem starfa á málasviði ráðuneytisins. Í ár námu styrkirnir 39 milljónum króna sem er aukning um tæplega helming frá fyrra ári.
Landvernd 30.7 m.kr.
Samtals var úthlutað 116.680.000 króna. Landvernd fékk styrk til fimm verkefna samtals 20.450.000 kr og að auki 10.260.000 kr til reksturs. Alls nema styrkir til Landverndar 30.710.000 kr.
Ein félagasamtök á Vestfjörðum fengu styrk til reksturs. Það eru samtökin Rjúkandi í Árneshreppi sem fá 300.000 kr.
Náttúrurverndarsamtök Íslands, sem mjög hafa beitt sér geg laxeldi í sjó á Vestfjörðum með kærum til úrskurðarnefndar um auðlinda- og úrskurðarmál og með því að stefna ríkisstofnunum og fiskeldisfyrirtækjum fyrir dómstóla, fá þrjá styrki að upphæð 1.750.000 kr. og rekstrarstyrk 5.630.000 kr. Samtals fá Náttúruverndarsamtök Íslands 7,4 milljónir króna í þessari úthlutun.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir að verkefnin séu af ýmsum toga og snúist m.a. um vistvænar samgöngur, plastmengun, fatasóun, fuglalíf, votlendi, landgræðslu og landbætur svo fátt eitt sé nefnt. Eins eru styrkt málþing og fundir um ólík umhverfismál, s.s. hálendisþjóðgarð, veiðikort og landupplýsingamál. Umhverfisfræðsla er einnig áberandi meðal verkefna og er hún sett fram í ólíku formi, s.s. á vefnum, í formi fyrirlestra, gefnar eru út bækur, myndbönd og sjónvarpsþættir auk námskeiða. Markhóparnir eru allt frá framhaldsskólanemum til eldri borgara. Þá fá ýmis félagasamtök á sviði umhverfismála ferðastyrki til að auðvelda þeim þátttöku í alþjóðlegu samstarfi.
Styrkhafi | Heiti verkefnis | Styrkveiting | Árafjöldi |
Ásdís Ósk Jóelsdóttir | Neysla, nýting og nýsköpun | 1.500.000 | |
Blái herinn | Plasthreinasta landhelgi í heimi | 2.000.000 | |
Blái herinn | Ráðstefna Lets do it world í Tallinn Eistlandi | 100.000 | |
Eldvötn | Afmælismálþing Eldvatna í tilefni 10 ára starfsafmælis | 500.000 | |
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs | Ævintýra- og náttúruferðir fjölskyldunnar | 600.000 | |
Ferðafélag Íslands | Umhverfismerkingar fyrir göngufólk | 3.000.000 | 3 ár |
Ferðaklúbburinn 4×4 | Landbætur og aukið öryggi ferðamanna á hálendi Íslands | 650.000 | |
Fuglaverndarfélag Íslands | Fuglafriðland í Flóa | 610.000 | |
Fuglaverndarfélag Íslands | Fjáröflunarfundur BirdLife | 150.000 | |
Fuglaverndarfélag Íslands | Evrópufundur BirdLife | 200.000 | |
Garðyrkjufélag Íslands | Aukin þátttaka almennings í garðrækt, umhverfisvernd og endurvinnslu | 1.500.000 | |
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | LAND-NÁM; uppgræðsluverkefni GFF með skólaæskunni | 6.000.000 | 3 ár |
Grænni byggð | Grænni rekstur fjölbýlishúsa – kynningar fyrir húsfélög | 500.000 | |
Heimir Freyr Hlöðversson | „Fuglalíf“ Heimildarmynd um Jóhann Óla Hilmarsson | 1.500.000 | |
Hið íslenska náttúrufræðifélag | Efni Náttúrufræðingsins gert aðgengilegt á vef | 1.000.000 | |
Hjólafærni á Íslandi | Hjóla- og gönguvika í sveitarfélagi; þróunarverkefni 2020 | 1.000.000 | |
Hjólafærni á Íslandi | Bíllausi dagurinn sunnudaginn 20. september 2020 | 2.000.000 | |
Kirkjubæjarstofa | Vörður – Fornar ferðaleiðir í Skaftárhreppi, 2. áfangi | 1.000.000 | |
Kvenfélagasamband Íslands | Norrænt þing Kvenfélagasambanda NKF | 500.000 | |
Kvenfélagasamband Íslands | Vitundarvakning um fatasóun | 1.500.000 | |
Landssamband eldri borgara | Umbúðalausir eldri borgarar – myndbönd um umhverfismál ætluð eldri borgurum | 3.000.000 | |
Landvernd | Loftslagsvernd í verki | 12.000.000 | 3 ár |
Landvernd | Náttúruvernd í Hálendisþjóðgarði – fundaröð | 1.000.000 | |
Landvernd | Ferð á heimsþing IUCN | 450.000 | |
Landvernd | Græðum Ísland -CARE – landgræðsluverkefni | 2.000.000 | |
Landvernd | Vistheimt með skólum | 5.000.000 | 2 ár |
LISA samtök | Erlent samstarf – þátttaka í fundum | 250.000 | |
LISA samtök | Upplýsingagátt um landupplýsingar, aðgengi að fræðsluefni um landupplýsingar | 320.000 | |
LISA samtök | Kynning á skipulagi og aðgerðum á sviði landupplýsinga á Norðurlöndum | 500.000 | |
Náttúruverndarsamtök Austurlands | Engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur – afmælissýning | 1.000.000 | |
Náttúruverndarsamtök Íslands | Alþjóðl. samningur um verndun líffræðilegs fjölbreytileika sjávar – ferðastyrkur | 300.000 | |
Náttúruverndarsamtök Íslands | Ferð vegna 26. fundar aðildarríkja Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna | 450.000 | |
Plastlaus september | Plastlaus september | 4.000.000 | |
Sigrún Helgadóttir | Flokkun og skráning ljósmynda Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings | 4.500.000 | 2 ár |
Sjónfilm ehf | Í ríki Vatnajökuls – 10 sjónvarpsþættir um jökla og loftslagsmál | 2.000.000 | |
Skotveiðifélag Íslands | Ráðstefna vegna 25 ára afmælis veiðikortakerfisins | 750.000 | |
Skotveiðifélag Íslands | Útfösun á plasti í forhlöðum haglaskota | 500.000 | |
Skógræktarfélag Akraness | Trjárækt og stígar í votlendi | 400.000 | |
Skógræktarfélag Borgarfjarðar | Loftslagsskógar | 500.000 | |
Skógræktarfélag Íslands | Opinn skógur í Álfholtsskógi | 500.000 | |
Skógræktarfélag Íslands | Fundur European Forest Network á Íslandi | 800.000 | |
Ungir umhverfissinnar | Framhaldsskólakynningar | 650.000 | |
Ungir umhverfissinnar | Loftslagsverkfall – Fridays for Future Ísland | 1.000.000 | |
Samtals | 67.680.000 |
Tæpar 40 milljónir til reksturs félagasamtaka
Þá hefur ráðherra úthlutað styrkjum til reksturs félagasamtaka sem starfa á málasviði ráðuneytisins. Í ár námu styrkirnir 39 milljónum króna sem er aukning um tæplega helming frá fyrra ári.
Eftirtalin félagasamtök hlutu rekstrarstyrk á árinu 2020:
Styrkhafi | Styrkfjárhæð |
Blái herinn | 1.200.000 |
Eldvötn | 790.000 |
Ferðaklúbburinn 4×4 | 430.000 |
Fuglaathugunarstöð Suðausturlands | 400.000 |
Fuglaverndunarfélag Íslands | 3.390.000 |
Garðyrkjufélag Íslands | 1.330.000 |
Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs | 1.030.000 |
Grænni byggð | 300.000 |
Hið íslenska náttúrufræðifélag | 1.200.000 |
Landssamtök hjólreiðamanna | 500.000 |
Landvernd | 10.260.000 |
LÍSA samtök | 300.000 |
Náttúruverndarsamtök Austurlands | 560.000 |
Náttúruverndarsamtök Íslands | 5.630.000 |
Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands | 300.000 |
Rjúkandi | 300.000 |
SAMÚT, samtök útivistarfélaga | 1.020.000 |
Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd | 140.000 |
Skotveiðifélag Íslands | 890.000 |
Skógræktarfélag Akraness | 300.000 |
Skógræktarfélag Borgarfjarðar | 430.000 |
Skógræktarfélag Íslands | 7.500.000 |
SUNN – Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi | 300.000 |
Ungir umhverfissinnar | 500.000 |
Samtals | 39.000.000 |