Sigurður Halldór Árnason ráðinn forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða

Sigurður Halldór Árnason frá Ísafirði verður næsti forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða. Umsóknarfrestur rann út í lok ágúst og sóttu tveir um. Auk Sigurðar sótti um María Maack verkefnisstjóri hjá Náttúrustofu Vestfjarða.

Sigurður Halldór vildi ekki veita viðtal þegar eftir því var leitað, en samkvæmt heimildum Bæjarins besta, sem blaðið telur traustar, hefur verið ákveðið að ráða Sigurð. Hann er með M.Sc. í Stofnerfðafræði og Ph.D. Kandidat í Líffræði við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands. Sigurður er verkefnisstjóri meistaranáms við Háskólasetur Vestfjarða.

 

 

DEILA