Einar Bragi látinn

Látinn er Einar Bragi Bragason, skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar. Einar Bragi var tónlistarmaður og einn stofnanda hljómsveitarinnar Stjórnin. Fyrir þremur árum flutti hann vestur með fjölskyldu sinni til Patreksfjarðar og tók við skólastjórn í Tónlistarskólanum. Sinnti hann skólanum af áhuga og atorku sem smitaði út frá sér,  meðal annars með útgáfu tónlistar heimamanna.

Þetta myndband kom út skömmu fyrir síðustu jól.

https://www.youtube.com/watch?v=_InVjbwdKeU

Lagið landið mitt eftir Einar Braga.Hljómborð,raddir saxófónn ofl Einar Bragi,Söngur Arna Lea,Gítar Jón Hilmar,Hljómborð og strengir Helgi Georgsson,Raddir Magnús Hringur Guðmundsson,Rebekka og Sunniva.Myndir Ástþór Skúlason,Ásgeir Sveinsson,Marek Chomiak,Þorbjörn Guðmundsson og Jónas Þrastarson.

DEILA