Sæunnarsund

Sæunnarsund mannfólksins fer fram næstkomandi laugardag í annað sinn.
Synt er frá Flateyrarodda og í Valþjófsdal, rétt eins og Sæunn gerði. Mæting er kl. 12:30 og sundið ræst kl. 13:00. Við hvetjum fólk til að mæta og hvetja syndarana þegar þeir leggja af stað og aka síðan í Valþjófsdal og fagna þeim þegar komið er á áfangastað, en sundið fyrir þá allra sprækustu tekur um 40 mínútur.
Þetta er í annað sinn sem efnt er til Sæunnarsunds, ef frá er talið sund Sæunnar sjálfrar.
Um miðja október árið 1987 átti að slátra Hörpu frá Neðri-Hjaraðardal í Önundarfirði en hún sleit sig lausa og lagðist til sunds og synti yfir Önundarfjörð og bjargaði þar með lífi sínu. Sundið yfir tók um eina klukkustund og þangað komin fékk hún vist í fjósinu á Kirkjubóli í Valþjófsdal og var eftir það nefnd Sæunn.

DEILA